Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 13

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 11 Þó að úti þióti hríð, þjer skal verða hvíldin blíð. Ró, ró og bíum, bí. Ró, ró og bíum, bí, bráðum kemur vor á ný. Uti lifna broshýr blóm, börnin syngja glöðum róm. Ró, ró og bíum, bí. Sofðu góði sveinninn minn, sástu hvíta engilinn, laut hann niður hægt og hljótt, hvíslaði að þjer, góða nótt! Ró, ró og bíum, bí. Dóri litli leit upp. Á loftskörinni stóð skínandi bjartur engill. Hann var svo stór, að hann náði nærri því upp í mæni. Vængirnir fagrir og hvítir lágu aftur á bakið og sló á þá gullslit. Hárið bylgj- aðist eins og norðurljósasveipur og ljek um engilinn allan. Hann gekk hægt og tígulega í áttina til Dóra. Dóri var sestur upp í rúminu og starði á engilinn, hann kom nær og nær, og nú brosti hann svo undur blíðlega. Þá þekti Dóri bros móður sinnar. Dóri litli hrökk upp úr svefninum og stökk fram á gólfið. Honum sýndist eng- illinn hverfa niður af loftsbrúninni. >Dóri minn, ertu þarna, góði minn. Jeg er búinn að leita þín um allan bæinn. Hvernig stendur á þjer að gera þetta, barn?« Það var húsmóðirin, sem kom upp stig- ann. Dóri var svo utan við sig eftir draum- inn, og varla vaknaður. Hann hljóp í fang konunnar. >Elsku marnmal* hrópaði hann. »Blessaður munaðarleysinginn*, mælti konan og þrýsti honum að sjer. »Hefirðu verið hjer að gráta? Komdu nú niður að sjá nýju fötin þín, og ekki skaltu þurfa að hrekjast hjeðan meðan jeg lifi, því heiti jeg, og það sama skal ganga yfir þig og hin börnin mín. — En nú skulum við koma«. En um kvöldið, þegar verið var að lesa jólaguðspjallið, þá var Dóri svo fjarska- lega glaður. Hann var viss um, að hann hefði sjeð jólaengilinn, eins og hjarðmenn- irnir á Betlehemsvöllum forðum. Og hann var líka sannfærður um, að guð var óumræðilega góður. 0*0 0*0 OO - . . oo § ^olastjaTnan. § o o oooooooooooooooooooo heiðum næturhimni heilög stjarna skín, og blíðum barna-augum hún bendir upp til sín. Og barna-augun brosa, því blessuð Jólanótt, nú Ijómar yfir láði, svo Ijúft og úndurrótt. En jólaljósin loga í lágu koti’ og höll, og gleði og sigursöngva nú syngja börnin öll. Og biðja Jesúbarnið að blessa kertin sín og hefja hugann þangað, er heilög stjarnan skín. M. J. 0*0

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.