Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 18

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 18
16 JÓLADLAÐ ÆSKUNNAR »Já, það er hið sama. Samt heldur kyrrari og minni kvika, svo að jeg er að hugsa um að skreppa inn í kaupstað í dag og reyna að hafa tal af kaupmann- inum, þótt það beri líklega lítinn árangur*. »]á, eitthvað verður þú að reyna, góði! Jeg hefi varla mat til þess að seðja hungur barnanna með fram yfir hátíðina, nema dropann úr kúnni og hann hrekkur ekki langt, og svo saltfisk og hann er ekki aðgöngugóður fyrir börnin«. »Sjálfsagt revni jeg að fara til kaup- mannsins aftur. En ætli hann svari ekki líkt og í vetur, að hann láti mig ekki hafa meiri úttekt nema jeg borgi eitthvað af skuldinni, eða fái ábyrgðarmenn fyrir henni*. Ekki trúi jeg því, að hann láti okkur svelta fram yfir hátíðirnar, þegar hann veit, hvernig ástæður eru«, sagði Snæ- fríður. »Getur verið. En hver verður að sjá um sjálfan sig. Ekki getur hann lánað öllum, fleiri eru skuldugir en jeg, og svo gengur mjer illa að fara þá leið, að hann láni mjer af meðaumkun. En eitthvað verður að reyna. En þetta er þyngsta ferðin, sem jeg hefi farið að heiman á minni ævi. En það þýðir ekki að tala um það!« »Pabbi! Gefðu mjer spil úr kaupstaðn- um«, sagði Agnar, drenghnokki á fimta árinu. »]á, og mjer kerti«, kallaði Heiða litla, stelpuhnyðra á fjórða árinu. »Og brúðu handa mjer«, bætti Hrefna litla við, sem var á þriðja árinu. »Og mola handa mjer«, sagði Hörður strákangi á öðru árinu. »Verið þið nú góð börn og hæftið öll- um keipum. ]eg get ekki fært ykkur neitt núna, nema máske eitthvað að borða til jólanna. En í sumar skal jeg gefa ykkur eitthvað fallegt*. »Koma þá engin jól til okkar núna?« sagði Heiða litla hálfkjökrandi. »]ú, jólin koma eins til ykkar, börnin mín, ef þið verðið góð. En þið fáið ekki kerti eða spil, því að jeg hefi enga peninga til að kaupa það fyrir. En jeg ætla að biðja þig, Snær minn, að hleypa fjenu niður í fjöruna um hádegið og vera hjá því fram í rökkur, láta það svo inn. Þú mátt alls ekki fara frá því á meðan það er í fjörunni, en gæta vel að því, að það fari ekki of langt út með bökkunum, þar getur verið snjóhætta fyrir fjeð«. »]á, jeg skal gæta þess eins vel og jeg get«, sagði Snær litli. Um dagmálaskeið lagði Hreiðar af stað inn í kaupstaðinn á bátnum sínum. Litlu fyrir hádegi fór Snær til fjárhúsanna, hleypti fjenu út og rak það niður í fjör- una. Síðan settist hann á stóran stein ofan við fjöruna; þaðan hafði hann gott út- sýni yfir fjeð, sem strax dreifði sjer um fjöruna til beitar. En hann gat ekki setið nema litla stund kyr, sökum kulda. Frostið var mikið, og hann lítt búinn að skjólfötum. Hann mátti til með að hreyfa sig og hafa eitthvað fyrir stafni, til þess að verja sig kulda. Hann fór að byggja sjer hús úr steinum, sem nóg var af ofanvert við fjöruna. Snær var í þungu skapi. Það var langt síðan hann hafði farið að hlakka til jól- anna. En eftir því, sem nær dró hátíðum, dvínaði sú tilhlökkun. Þótt hann væri ekki eldri, skildi hann vel ástæðurnar, sem voru á heimilinu, og vissi að það mundi verða lítið um jólafagnað í Djarnarvík um þessi jól, þegar bærinn mátti heita allslaus af öllu nema saltfiski. Það var auðvitað sárt að líða hungur, en þó fanst honum hitt enn þá sárara, að geta ekki hjálpað föður sínum á ein- hvern hátt í þessum bágindum. En hvað gæti hann, tólf ára drengangi! Honum flaug í hug byssan hans pabba síns. Ekki væri það óhugsandi, að hann sæi einhvern fugl, sem hann gæti skotið. Hann hafði þó nokkrum sinnum skotið fugla á vorin og haustin og kunni vel að fara með byssu. Það yrði þó strax ofurlítil björg, ef hann gæti skotið einn eða tvo fugla til

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.