Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 20

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 20
18 ]ÓLABLAÐ ÆSKUNNAR steininn, og það voru ekki nema fáir metr- ar til hans. Snær þrýsti byssunni að vanga sjer og miðaði vandlega. Allur óstyrkur var horfinn og handtök- in föst. Skotið reið af. Bjarndýrið steyptist á hausinn, valt svo á hliðina, teygði frá sjer fæturna og lá svo grafkyrt. Snær reis á fætur. En hann átti erfitt með að standa. Hann nötraði allur frá hvirfli til ilja. Veiðiákafinn og hræðslan höfðu dregið allan mátt úr honum. Hann hallaði sjer upp að steininum og horfði nokkra stund á hvítgula skrokkinn, sem lá niðri í flæð- armálinu. Svo herti hann sig upp og gekk til hans. Dýrið var steindautt. Skotið hafði farið í gegnum hausinn, rjett neðan við eyrað. Nú greip fögnuðurinn Snæ litla. Hvílík björg að fá kjötið af dýrinu og svo feldinn! Það stóð í kenslubókinni hans, að feld- urinn væri dýr vara. Nú hlaut öllum bág- indum að vera lokið. Nóg kjöt, og svo pen- ingarnir fyrir feldinn, sem pabbi hans gæti keypt fyrir það, sem mest lá á til heimil- isins. Snær hljóp í einum spretti heim til bæj- ar og inn í baðstofu og sagði mömmu sinni tíðindin. En hann varð að segja henni tvisvar frá öllu, áður en hún vildi trúa honum. >]æja, Snær minn. Þú ert hugaður og trúr drengur. Farðu nú og láttu fjeð inn og gefðu því, svo að pabbi þinn þurfi ekki að gera það, þegar hann kemur heim í kvöld*. Snær gjörði það. í rökkrinu kom Hreiðar heim tómhent- ur að mestu. Kaupmaðurinn hafði neitað honum algjörlega um úttekt, nema hann fengi ábyrgð sveitastjórnarinnar. En einhver kunningi Hreiðars hafði rjett honum hjálp- arhönd, svo að hann liði ekki beinan skort fram yfir jólin. Snær heyrði á samræður foreldra sinna, þegar Hreiðar sagði frá erindislokunum og hann sá raunasvipinn á andliti föður síns. Snær gat þá ekki lengur þagað yfir tíð- indunum, en hljóp til föður síns og sagði honum frá bjarnardrápinu. Hreiðar ætlaði ekki að trúa þessu í fyrstu. En þegar Snær lauk frásögn sinni, klappaði hann á kollinn á honum og sagði í klökkum róm: »Þú ert hraustur og trúr drengur og með guðs hjálp vona jeg, að þú verðir nýtur maður*. Kvöldið gekk í það að gera bjorninn til og koma matnum og feldinum heim í bæinn. Daginn eftir lagði Hreiðar af stað aftur inn í kaupstaðinn. En nú kom hann ekki tómhentur heim. Kaupmaðurinn hafði boð- ið Hreiðari að kaupa feldinn af honum fyrir mörg hundruð krónur og ljet hann hafa það, sem hann bað um til heimilis- þarfa. Fólkið í Ðjarnarvík hafði aldrei lifað ánægjulegri jól. Heilræði. Hafðu taum á tungu þinni, tala ei meir en þörf er á. Öllu er veistu, öðrunt mönnum, ekki skaltu segja frá. lieldur en breiða út bull og þvaður betra er að vera um málið stirt. „Sannleikurinn er sagnabestur“, en satt má tíðum liggja kyrt. Hafðu taum á tungu þinni, tungan veldur margri synd. Hyggnir meira hugsa en skrafa. hafðu það sem fyrirmynd. Bragi. X

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.