Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 24

Æskan - 15.12.1928, Blaðsíða 24
22 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR S K A R lilli, einkasonur Halldórs söðlasmiðs, kom gangandi eftir aðalgötunni í Ö.-þorpi, með böggul undir hendinni. Hann var tólf ára gamall, kringluleitur með rjóðar kinnar. Augun voru fjörleg, brún að lit. Vel var hann klæddur og hlýlega, því að úti var frost og snjór. Þetta var á aðfangadag jóla. Nú var Óskar að sækja það síðasta, sem mömmu hans vanhagaði um fyrir hátíðina. Hann gekk hratt og skifti sjer ekkert af krökk- unum og umferðinni á götunni. Þar voru margir í líkum erindum og hann sjálfur. Alt í einu heyrði Óskar nafn sitt nefnt. Hann nam staðar og leit við. Sá hann þá Daníel, skóla- og bekkjarbróður sinn, koma á fleygiferð ofan hliðargötu. Hann var á gamla sleðanum sínum, og sáust förin langt ofan úr brekku. »Sæli nú, Dan! Kallaðir þú?« spurði Óskar, þegar Daníel hafði stöðvað sig. »Já. — Hvað ertu með?« »Böggull handa mömmu, eða manstu ekki, hvaða dagur er«. »Jú, jú! — Ó, jeg hlakka svo til kvölds- ins. Jeg hef varla eirð í mjer, til þess að leika mjer. Blessaður góði, komdu nú með mjer tvær eða þrjár ferðir«, bað Daníel. »Nei, nú má jeg alls ekki tefja lengur. Mamma bíður með matinn. — Gleðileg jól, Dan!« »GleðiIeg jól!« kallaði Daníel á eftir honum, um leið og hann tók í sleðann sinn. — Hugur hans var þó allur við jólagjafirnar, sem hann átti von á. Hann vissi, að þær mundu verða bæði margar og fallegar, því að hann var einkasonur Karls verslunarstjóra. Óskar hraðaði sér heim. Húsið hans stóð yst í þorpinu. Var tún kringum það og sveitalegt. En nú var alt þakið fönn. Loftið var heiðríkt og fagurt. Það leit út fyrir yndislegt kvöld. Snæbreiðan, sem þakti jörðina, gaf enn betur til kynna, hvaða tími árs var. Óskar var ekki lengi að skafa af sjer snjóinn og komast inn í eldhús til mömmu sinnar. Hún var í óða önn að baka til jólanna. Maturinn stóð á borðinu. Óskar var orðinn svangur og fór nú að gera honum skil. Mamma hans horfði á drenginn sinn, meðan hann var að borða og sagði: »Jeg þakka þjer fyrir hlaupin, elskan mín, en nú þarf jeg að biðja þig að fara með þenna böggul niður að Koti, til Ólafs og Imbu gömlu«. Óskar Ieit á klukkuna. Hún var langt gengin þrjú. Það var mikil ófærð úti og hálftíma gangur suður að Koti. Samt mátti hann til að fara. Honum þótti vænt um Ólaf gamla, og svo mátti hann ekki neita mömmu sinni, síst í dag. Alt í einu datt honum gott ráð í hug. Það var náttúr- lega ágætt skíðafæri eftir brekkunni. Hann gat fengið skíðagarmana hans Sveins í »Litla húsinu«. Þau urðu að duga einu sinni enn, svo oft var hann búinn að fá þau lánuð, þó að þau væru öll klöstruð. Bara að hann ætti nú skíði. Óskin endaði í djúpu andvarpi. — Óskar stökk á fætur. Svona mátti hann ekki eyða tímanum. Dagurinn leið og nú varð að hrökkva eða stökkva. Nú kom mamma hans inn. »Ertu búinn að borða, góði minn«, sagði hún. »Já, jeg er aðfara. Hverjuá jegaðskila?*

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.