Kyndill - 01.03.1934, Blaðsíða 23

Kyndill - 01.03.1934, Blaðsíða 23
Götuhreinsarinn Kyndiil honum upp starfinu fyrir elli sakir. Starfinu, er hann hafði haft um 40 ára skeið í borginni. — Eina viku átti hann að fá að vinna til, svo mátti hann sjá um sig sjálfur. Hafði hann ekki eins og allir aðrir pegnar þjóðfélags- ins slitið starfskröftum sínum í þágu þess? — Hvað var nú þakklæti þjóðfélagsins? — Hvar var nú mann- kærleikurinn og hjartagæzkan ? — Hver voru nú eftir- laun hans eða ellistyrkur? — Engin! — Eru ekki allir jafn-hvítir í þessu kristilega þjóðfélagi? Eða er réttur verkamannsins sá sami nú og blökkubræðra okkar fyrrum? Prestar, læknar, sýslumenn, prófessorar, ráðherrar og bankastjórar og allir aðrir embættismenn þjóðfélags- ins, ekkjur þeirra og fjölskyldur fá eftirlaun — ellistyrk en smælingjunum — vinnudýrunum — þrælunum er kastað burt í „mannfélagsins hug“ eins og úr sér gengnum, dauðum, tilfinningalausum hlutum. Eða er sveitarstyrkurinn þeirra eftirlaun? — Er það seinasta andstyggilega svívirðingin, þyrnikóróna þjóðfélagsins yfir ellinni? Niður hinar mögru kinnar Láka gamla runnu bitur og sár tár úr döprum og sljóum augum hans. Þau glitruðu skærara í skuggum næturinnar en gimsteina- djásnin, er hanga um hálsinn á hefðarfrúnum í skraut- sölum auðvaldsins, hégómans og óhófsins, er hafa kostað meira fé en honum hafði verið skamtað úr höndum auðmagnsins fyrir lífsstarf hans, þrautir og þjáningar, honum, vinnudýrinu, er grét nú þögull og 21

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.