Kyndill - 01.03.1934, Page 24

Kyndill - 01.03.1934, Page 24
Kyndill Götuhreinsarinn einn í djúpri örvæntingarfullri sorg öreigans — er enginn vissi um og enginn skifti sér af. — Það víoru tár mannkærleikans og þjáningarinnar yfir öfugstreymi sannleikans í tilverunni og táldregnum glanzmyndum lífsins. — Næsta morgun var Láki gamli að moka snjóinn af götunum fyrir framan gamla bankann, svo hinir út- völdu, er dýrkuðu þar mammon, bæru ekki saurinn inn í guðshús sitt.— Ot úr bankanum kom miðaldra maður, eins og vanfær kona ásýndum af fitu', í þykkum og hlýjum loðskinnsfrakka. Hann var stærilátur og drambsamur í framkomu eins og hálfgeggjaður, gamall keisari, og tugði vindil í ákafa milli tannanna. Hann Ivar í þungum hugsunum um gróðabrall útgerðarhrings- ins, er hann var formaður fyrir.------- Morgunblaðið!____Morgunblaðið! — Hæstiréttur sýkn- ar stórútgerðarmann! öskraði blaðasölustrákurinn í allar áttir. Maðurinn í loðskinnsfrakkanum kallar til hans og kaupir eitt eintak af honum. — I fitukendar kinnarnar koma spékoppar eins og í ungri blómarós, í áfergis- legu augun glampi, en munnurinn verður að hálfmána, er brosir lymskulega af gleði. Alt andlit mannsins lýsir sömu ánægjunni og friðsælunni og hjá samherjum hans á fyrri öldum, þegar þeir höfðu keypt syndafyrir- gefningarbréfin hjá páfanum og héldu að með því hefðu þeir keypt sál sína frá helvíti. Láki gamli leit ekki upp við öskrið' í blaðasölustrákn- um. Var það af því að hann þekti réttlætið í heiminum? 22

x

Kyndill

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.