Kyndill - 01.03.1934, Síða 33

Kyndill - 01.03.1934, Síða 33
Þankar KyndiIE skipti, heldur að hafa rétt skipulag, sem lætur hana streyma jafnt og þétt inn í líf þjóðarinnar. óljósar hugmyndir um þetta atriði leiða af sér óljúsar og villuráfandi hugsanir um þjóðarbúskapinn allan. ,Ef menn sjá ljóst hvers eðlis auðurinn, sem þjóðin lifir á, í raun og veru er — hvernig hann er framleiddur jafnt og þétt og hvernig hann eyðist jafnt og þétt, hvernig hann er skapaður og notaður og upp étinn dag frá degi — þá verður líka þetta mál um skiptingu hans undir eins ljósara. Villan, sem menn leiðast í, er að gera ráð fyrir að auðmennirnir eigi í raun og veru mikinn auð, og jafnaðarmenn vilji taka hann frá þeim og gefa hann fjöldanum. En þetta er alrangt. Auðmenn- irnir eiga að eins vald yfir uppsprettum auðsins og skiptingu hans, svo að auður, sem er,alls ekki til, auð- ur, sem er framleiddur á morgun eða síðar, verður tal- inn þeirra eign og streymir inn í líf þeirra jafnt og þétt, jafnóðum og hann er framleiddur. Nú á tímum eru vélarnar að útrýma, flestum þeim, sem að framleiðslunni vinna. í stað þess að aukin véla- notkun ætti að létta undir með verkamönnunum, gerir hún þeim lífið erfiðara og þungbærara. Framleiðslunni er brennt af því hún selst ekki, en milljónir manna deyja árlega sökum nauðsynjaskorts af því að þeim er ekki gefinn kostur á að vinna sér fyrir brauði. Ástæðan er óskynsamleg stjórn á grundvallaratriðum framleiðsl- unnar, sem er eign einstakra manna og rekin til hags- muna fyrir þá, en ekki fjöldann. Jafnaðarmenn vilja að þjóðin sjálf reki framleiðslutækin og framleiðslan sé 31 ;

x

Kyndill

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.