Kyndill - 01.03.1934, Page 40

Kyndill - 01.03.1934, Page 40
Kyndill Prófessor Julius Tandler lendingar hafa verið sjónarvottar að starfi jafnaðar- manna í Wien til f>ess að slíkar kviksögur fái nokkurn tíma varanlegt giídi. Sérstaklega mun þeim veitast erfitt að sverta prófessor Tandler og allt hans staiíf, enda þótt því sé nú lokið um stundarsakir meðan hann. situr í .fangelsi. Það, sem sérstaklega vakti athygli í starfi Tandlers, var umhyggja hans fyrir verkamannabörnum. En á þeim bitnaði neyðin mest og þeim varð að hjálpa. Þar var því nauðsynlegt fyrir hina uppvaxandi kynslóð, að þessi mál yrðu tekin skynsamlegum tökum, svo hún yrði sterkari og hraustari en fyr. Prófessor Tandler skrifar: „Þeim mun meiri umhyggju sem við höfum fyrir æskunni, þeim mun minni verður hún á fullorðins- árunum og þeim mun hraustari, duglegri verður hún í baráttunni fyrir tilverunni. Það, sem við borgum fyrir barnaheimilin, spörum við á fangelsunum. Fullkomin barna- og unglinga-forsjá er hagkvæmasta aðferðin tii þess að skapa heilbrigt og gott þjóðfélag. Þau útgjöld, er til þess fara, fást vafalaust endurgreidd síðar og verða þá heildinni til gagns. Þetta er aðalástæöan til þess, að Wien leggur svo stóra áherzlu .á uppeldi barna og unglinga." Tandler endurbætti barnaleikvellina og lét byggja marga nýja. Samtals eru nú 125 barnaleikvellir í Wien. Áður fyrr voru barnaleikvellir eingöngu fyrir börn auð- mannanna. Árið 1919 var þessu breytt þannig, að öll börn höfðu jafnan aðgang til vallanna. Um, 13 000 börn frá 3—6 ára hafa nú daglega not af leikvöllunum. Eitt .38

x

Kyndill

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.