Kyndill - 01.03.1934, Blaðsíða 46

Kyndill - 01.03.1934, Blaðsíða 46
Kyndill Giacoino Matteotti: nnúir likrœðu eftir mig.“ Nokkrutn dögum síðar komu orð Matteottis fram. Þann 10. júní hvarf Matteotti, án fiess nokkur vissi hvaö af honum hefði orðið. Það kom þegar upp kvíði hjá öllum vinum hans. Orö hans við vin sinn, Cosattini, komu upp, í hvers manns huga. Fréttir frá heimili hans upplýstu það, að Mat- teotti væri horfinn, án þess að nokkur vissi hvað af honum hefði orðið. Mussolini leyzt ekki á blikuna. Vinsældir Matteottis voru miklar, og gremja manna á meðal var mikil. 1 Jtinginu hélt hann ræðu, þar sem hann sagði: „Signor Matteotti mun bráðum koma aftur og verða einn á meðal vor.“ — Þá kvað við rödd í salnum: „Hann er þá dáinn." Kváðu þá við gremjuóp um allan salinn. Mussolini reyndi að sefa fjöldann með því að tala nokkur hug- hreystingarorð, en þá var aftur hrópað: „Hann tal-ar og er því meðsekur." Síðar sannaðist að þessi orð voru rétt. Mikill vinur Mussolinis, Dumini, ásamt fjórum öðrum fascistum höfðu samkvæmt fyrirskipun Mussolinis tekið Matteotti upp í bíl og keyrt hann afsíðis til skógfláka fyrir norðan Róm og myrt hann þar. Þann 16. ágúst sama ár fundu nokkrir verkamenn lík Matteottis dysjað i nánd við Quaderella, skamt norðan við Rómaborg. Líkið var nær óþekkjanlegt sökum hnífstungna og illrar meðferðar. Með fráfalli Matteottis var andstaðan gegn stjórn- inni að miklu leyti brotin á bak aftur. Enginn var 44

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.