Nýtt land - 07.03.1941, Blaðsíða 3

Nýtt land - 07.03.1941, Blaðsíða 3
NYTT L A N D Föstudagimi 7. marz 1941. Bæn félagsmálaráðherrans. p YRIR TVEIMUR ÁRUM var ™ haldinn sögulegur fundur í Byggingarfélagi alþýðu hér í bæn- um. Meðal fundarmanna, sem voru á fjórða hundrað, var Stefán Jó- hann Stefánsson, þá nýorðinn fé- lagsmálaráðherra. Á þessum fundi, sem var að mestu skipaður göml- um Alþýðuflokksmönnum, sagði hinn nýbakaði ráðherra þessi eft- irtektarverðu orð: „Mér er alveg sama hvað þið segið eða satnþykk- ið, góðir hálsar, eg hefi það að engu.“ Og það, sem gerðist eftir íund- inn, staðfesti það, að ráðherranum var full alvara með orðufn sínum. Regar ókleift reyndist að ná' itök- um í stjórn félagsins með lýðræð- islegum- aðferðum, þá voru af „þjóðstjórninni“, eftir ósk félags- málaráðherra, gefin út- bráða- birgðalög, sem eyðilögðu framtíð- arstarfsemi félagsins. Ekki voru þó neinar sakir til staðar, er rétt- lætt gætu slíka ráðstöfun. Má þess og minnnast, að Pétur heitinn Halldórsson borgarstjóri, sem vegna eftirlits bæjarfélagsins með anum inn í ríkissjóðinn. Það var af algerri blindni á það, sem var að gerast. Stríðsgróðinn sópaðisP þvi úr landinu sem eyðslueyriú til- tölulega fárra manna, en öllum hinum og ríkisheildinni var bjarg- að með lántökum. Nú er það ó- þarfi, að vera blindur á það, sem ■orðið g'etur og líklegt er að verða vilji. Nú væri það algerlega ófyr- irgefanlegt skammsýni að láta allt f-ara á sama hátt og eftir 1916, láta stríðsgróðann verða að eyðslueyri eða fjárflóttafé fárra manna, o'g að annaðhvort yrði jafnframt: að ríkið — og bæjarfélögin, sem nú gætir miklu meira en í fyrra stríð- inu — sykki í botnlaust skulda fen, eða alþýða manna yrði að lepja' dauðann úr krákuskel. Enn er hægt að skattleggja stríðsgróð- ann að verulegu leyti — þó að bezta árið til þess sé þegar glatað fyrir endemis-glópsku næstsíðasta og siðasta Alþingis. Það skal að vísu játað, að svo getur íarið, að við getum lítið við þessi mál ráðið — jafnvel ekki. En við verðum a halda á þeim svo sem við höfuin ráðin; annars væri allt vonlaust. Við verðuin að reyna að stýra skipi okkar eins og menn, meðan því er þó enn haldið oían sjávar. Og enn er byrinn á eftir skipinu, og þess eigum við að reyna að neyta til að fleyta því yfir boðana, sem hæst brýtur á. Og frá því, er gerðist if)i7—19, á okkur að vera það fullkunnugt, hvar boðarnir eru — að minnsta kosti sumir þeirra. _____‘TH félaginu var þaulkunnur starfs- háttum félagsins, greiddi atkvæði á móti frumvarpi félagsmálaráð- herra og lét óspart í ljósi fyrirlitn- ingu sina á því. Hér var líka um algert nýmæli að ræða i íslenzkri löggjöf. Þegar ekki var hægt að beygja frjálst samvinnufélag und- ir pólitískt ok innan frá, þá var gripið til þess ráðs, að eyðileggja það utan frá með löggjöf, og það af þeim aðila, sem aldrei á nógu sterk orð til vegsömunar lýðræð- inu! Samkv. bráðabirgðalögunum var síðan stofnað annað bygging- arfélag, með því lýðræðislega formi, að formaðurinii var ekki kosinn af félaginu (það var of hættulegt!), heldur skipaður af fé- lagsmálaráðherra. Félag þetta byggði síðan hús yfir nokkurn hluta meðlima sinna. Sökum þeirra tafa, sem urðu á öllum framkvæmdpm i byggingamálinu, meðan verið var að gera út af við starfsemi Byggingarfélags alþýðu, gekk hvert tækifærið öðru betra úr greipuiii þeirra, sem endanlega fengu réttinn til að byggja, og all- ir hlutir hækkuðu stórlega, í verði eða urðu ófáanlegir. Sá, sem þetta ritar, hefur ekki séð reikninga fé- lagsins, sem byggði að síðustu, og ekki hefur blað félagsmálaráðherr^ ans með einu orði gefið upplýsing- ar um, hvað kostnaðurinn hefur orðið. En rétt er að geta þess, að við síðustu Dagsbrúnarkosning- ar átti listi sá, sem félagpmálaráð- herranum var hugþekkur, óvíða á- kveðnari andstæðinga en einmitt í húsum þeim, sem félagsmálaráð- herrann hafði látið byggja. En við þá kosningu voru engin tök á að láta sér á sama standa „hvað menn sögðu eða samþykktu", ,■ og for- maðurinn í Dagsbrún er ekki skip- aður aí neinum ráðherra. — Hin hörmulega útreið lista félagsmála- ráðherrans í kosningunni var fyrsta endurgjaldið fyrir lýðræðis- brot hans gagnvart Byggingarfé- lagi alþýðu. En mörg tækifæri til endurgjalds £ru enn ónotuð, og mun það sýna sig í alþingiskosn- ingunum í sumar, að menn munu verða þess langminnugir, að til eru menn, sem láta sig engu skipta „hvað menn segja eða sam- þykkja“, þeir hafa það að engu. Ekki skulu menn halda, að inn- an þjóðstjórnarliðsins hafi verið óskipt fylgi um aðgerðir félags- málaráðherrans í byggingarmál- unum. Bæði Framsóknar og Sjálf- stæðismenn létu óspart i ljósi, að þeim fyndist vera niðzt á góðum málstað, og fylgirmenn ráðherr- ans voru næsta margir niðurlútir, fyrst í stað. .' Sá, sem þetta ritar, átti eitt sinn tal við greindar bónda úr Fram- sóknarflokknum um þetta mál, og viðurkenndi hann, að „ráðstöfun“ félagsmálaráðherra væri eitt vafa- samasta atriðið, sem finna mætti í gerðum þjóðstjórnarinnar. Það voru rniklir erfiðleikar á myndun þjóðstjórnarinnar, sagði hann, það þurfti að taka tillit til margskonar sjónarmiða, og ýms mál, sem flokkarnir vildu fá fram. Eg efast ekki um, bætti hann við, að Stefán Jóhann hefði getað Sett fram kröf- ur um ýms þjóðnýt mál og fengið þau fram, en hann gerði það ekki; hann gerði ’þessa kröfu, og við henni varð að verða, þótt það væri ekki sársaukalaust; þeir, sem biðja um skít, vefða að fá hann. Eg er hræddur um, að þessi um- mæli séu mælikvarði á skoðanir æði margra um gerðir félagsmála- ráðherrans. En nú er um seinan fyrir hann að taka sér í munn bæn- ina: Faðir, kenn oss að biðja. Dag sbrúnarmaður. I íáum orðum. Ofviðrið um. síðustu helgi. TrETUR þessi hefur verið ó- * venjulega mildur og góður um allt land. Þangað til fyrir hálf- um mánuði. En s'vo má heita, að geisað hafi hálfs mánaðar stór- hríð á Norðurlandi að undanförnu, en sunnanlands hafa verið hin nöprustu frostnæðingar. Hefur mátt á morgni hverjum segja: „Hvass er hann og kaldur af Esj- unni enn.“ Um síðustu helgi, og þó eink- um fyrir helgina, urðu þessi óveð- ur mest, og urðu þá af þeim margs- háttar skaðar. Þó að furða megi þykja, urðu skaðar mestir hér við Faxaflóa, þó að aldan væri inn- sævisalda, gekk hún svo hátt vegna ofviðris, að sædrif var langt stæðismálið. Þetta getur ekki ver- ið til annars en skapa um sjálf- stæðismálið þarflausar deilpr til þess að eyða því. Og þó hafa i menn við því búizt, að Árni frá Múla yrði öðrum Sjálfstæðis- mönnum frernur heils hugar í sjálfstæðismálinU. Til marks um einlægni ílokks- ins í baráttunni fyrir menningar- legu sjálfstæði þjóðarinnar er það, að aðalblað flokksins, Mbh, er rit- að á lélegastri íslenzku allra blaða landsins. Ekki er þetta fyrir fá- tæktar sakir eða úrkostaleysis, því að blaðið hefur gnægð fjár ög er rekið með fjárhagslegum gróða á hverju ári. Ekki er þetta heldur fyrir heimsku sakir, því að Morg- unblaðið er að mörgu leyti fremst upp á götur í Reykjavík, en' skip • blaða hér á landi. Þetta er því hrakti og skemmdi -— og sukku — á innri höfninm, og stór skip strönduðu á ytri höfninni. Skaðar urðu og á bátum víðsvegar, og nú er óttast um einn togarann, Gull- foss, að hann hafi farizt af veðri eða af öðrurn ástæðum. Skemmdir urðu og þvílíkar á rafleiðslum og símum, að ekki er enn gert við að fullu. Til er það, að mönnum hafi sýnzt veðráttan jsaleg, en ekki liefur spurzt til íss enn. Annars ér svo langt orðið síðan, að is hefur legið hér við land, svo að veru- legu nemi, að búast má við, að aft- ur nálgist ísárin. ekki fyrir neitt annað ert algert skeytingarleysi um tungu þjóðar- innar. Má þá geta því nærri, hvórt ekki muni fara þar eftir áhugi á viðhaldi annarra menningarverð- mæta hennar. Það er og sannast mála, að Sjálfstæðisflokkurinn' hefur ekki kennt nafn sitt við sjálfstæði landsins fyrir það, að honum væri það mál alvörumál, heldur fyrir hitt, að honum var það svo lítið alvörumál, að hann hyggur sér leyfilegt að nota það í blekk- ingarskyni sér til fylgisaðdrátta. Alvara Sjálfstæðisflokksins í sjálfstæðismálinu. ^%FT hefur þaö komið í Ijós, hver alvara Sjálfstæðisflokks- ins er í sjálfstæðismálinu. En ald- rei betur en nú. Til marks um á- huga flokksins um stjórnskipulegt ssjálfstæði þjóðarinnar er það, að nú þegar á liggur, ííð einbeita orku þjóðarinnar í baráttunni fyrir það, þá tekur Árni frá Múla að blanda inn í það óskildu máli, til að konra af stað óþarfri baráttu milli stærstu flokkanna um sjálfstæðis- málið. Er hér átt við það, þegar Árni er að blanda kjördæmaskip- unarmálinu einmitt nú inn í sjálf- FISKHÖLLIN. Sími 1240. FISKBtJÐ AÚSTURBÆJAR* Hverfisgötu 40. — Simi 1974. FISKBÚÐIN, Vífilsgötu 24. Sími 1017- FISKBÚÐIN HRÖNN, Grundarstíg 11. — Simi 4907. . FISKBÚÐIN, Bergstaðastræti 2. — Sími 4351, FISKBÚÐIN, Verkamannabústöðunum. i 1 Sími 5375. FISKBÚÐIN, Grettisgötu 2. — Sími 3031.. FISKBÚÐ VESTURBÆJ AR. Simi 3522. IVERVEG 2, SKERjAFIRÐI. Simi 4933. FISKBÚÐ SÓLVALLA, Sólvallagötu 9. — Sími 3443- FISKBÚÐIN Ránargötu 15. — Sími 5666. W RAFTÆKJA ~ VIDGERDIR VANQADAR-ÓDÝRAR SÆK.JUM tk SENDUM Nýtt land kemur út á föstudögum í viku hverri. Það helgar sig aðallega málstað alþýðunnar *il sjávar og sveita, en mun að öðru leyti flytja fréttir af innlendum og erlendum við- burðum, allskonar fróðleik og skemtiefni. Mánaðargjald 1 kr., i lausasölu .25 aurar. — Afgreiðsla er í Hafnarstræti 21. Sími 5796. Duke Ellington — Count Baise — Asti Shaw — Jimmy Lunce- ford — Louis Armstrong -j— Benny Goodmann — London Piano Accrdion Band — Ronahl Frankau (piano) George Fontiby (Ukulele) — Dorotliy Lamour — Deanna Durbin — Bix Beiderbeck (piano swing) — Bosweh-systur — Joe Loss — Anrew systur — Colemann — Glen Miller — Graeie Field (Sally) — Jimmy Dorsy — Woody Horman — Earl IJénes (piano swing) — Ed Lang (Guitar) — Lög úr Walt Disneys film. — Poul Robeson og Richard Tauher og fleiri plötunýungar. — ' HljóðfæraliHsið. sambandi er sú, að þessi öfl séu undir því komin, að nú þegar verði byrjað á því að breyta Stóra- Bretlandi í þjóðfélag með meiri jöfnuði og réttlæti, að þegar þetta er gjört, þá efli það mótstöðuþrótt og einbeittni fjöldans, og kveiki þann loga, sem engar grimmdar- ráðstafanir fá slökkt, þegar þékk- ingin um það berst til fasistaland- anna. En breytingin verður að vera svo stórfelld og umfangsmik- il, að það sé deginum ljósara, að bandalagið milli fjöldans og sér- hagsnmnanna sé varanlegt. Það er allsendis ónógt að gera eftirgjafir við þennan eða hinn, sem hægt er svo að afturkalla, með þeim fyrir- slætti, að ástandið í atvinnulífinu leyfi þær ekki. Leiðin til sigurs liggur í því, að sannfæra íjöldann um það, að dagar eymdarhérað- anna séu taldir, að í framtíðinni verði engir atvinnuleysingjaherir, engin fátæklingahverfi, engin raunveruleg neitun á jöfnum möguleikum til menntunar. Ein- beittni fjöldans er undir því kom- in, að Ieiðtogum biæzku þjóðar- innar takizt að sannfæra hana um, að tilgangur stríðsins sé í raun og veru að verja lýðræði, sem ekki á á hættu að sjá gæðurn sínum fórnað sérréttindunum, þegar sig- urinn er unninn. Krafan um jafn- ar fórnir má ekki þýða það, að sérréttindin verði A'arðveitt í nafni lýðræðisins. Við skúlum gera okkur það ljóst, að þetta er hættan. Sú ein- ing andspænis óvinunum, sem hef- ur verið svo áþreifanleg, síðan oi'r ustan um Frakkland hófst, breiðir yíir áframhaldandi tilvist mikils af því, sem próf. J'awney hefur svo réttilega lcallað trúarbrögð mismunarins. Enn er ekki augljós beiting lýðræðisins, til þess að endurskapa í grundvallaratriðum þá fyrirmynd, sem England get- ur verið umheiminum. Ennþá ráða sérréttindin við útnefningar. Enn- þá getur sérréttindafólkið sent börnin sín í burtu. Jafnvel í spurn- ingunni um fangabúðirnar hefur skikkja sérréttindanna verið not- uð, til þess að vernda fólk af að- alsætt — andstæðinga óvinarins, — meðan vel reyndir baráttumenn gegn fasismanum hafa verið send- ir í fangabúðir vegna þess hvar formlegur borgararéttur þeirra eí' í augnablikinu. Stjórnin hefur fengið geysilegt vald yfir mönn- um og eignum, en hingað til hef- ur hún beitt þessu valdi sínu meir gegn persónum og réttindum þeirra, en gegn eignum, Verka- lýðsfélögin gefa með glöðum hug eftir það fjárhagslega öryggi, sem þau hafa skapað í áralangri bar- áttu, vel vitandi um áhættu sina; við heyrum ekki um neinar svip- aðar eftirgjafir af hálfu atvinnu- rekendanna. Hinn hái arður, sem enn er úthlutað, stundum í fyrir- tækjum, sem standa í sambandi við framleiðslu í þarfir hernaðar- nis, ber áframhaldi rentuhugar- farsins augljóst vitni, sem af öll- um íéndum lýðræðisins er hinn sviksamlegasti og harðsnúnasti. Hin óhjákvæmilega dýrtíð hefur þegar tekið að skerða lífskjör verkalýðsins; það er samt ekki hægt að segja, að hinir auknu skattar hafi I neinu verulegu breytt hinu þægilega lífi, sem þeir ríku í Bretlandi eru vanir. Stríð- ið hefur haft hin alvarlegustu á- hrif á menntunarmöguleika fá- tæku stéttanna, en lítið komið við menntunarmöguleika þeirra efn- uðu. Það skal viðurkennt, að á sviði alþýðutrygginganna hafa verið gerðar mikilvægar eftirgjafir. Eft- ir heillar aldar baráttu hefur nauðsyn þess að halda fólki í sveit- unum leitt til þess, að landbún- aðarverkamaðurinn fær kaup, er bann getur lifað af. Þó hafa sumir bændur r.eynzt nógu óprúttnir til að reyna að ná sér niðri á verka- mönnunum með því að neyða þá til að lengja vinnutímann, og hækka leiguna eftir kotin, sem þeir hafa. Meðal þeirra stórfelldu umbóta, sem mikla þýðingu hafa fyrir alþýðu manna, eru víkkun atvinnuleysistrygginganna, tvö- földun ellilaunanna, hækkun styrksins til hinna særðu, og eft- irlifenda ” fallinna hermanna. Það er þýðingarmikið að vanmeta ekki gildi þeirra. Þrátt fyrir þær ráðstafanir, sem raktar hafa verið, stendur sú stað- reýnd óhögguð, að brezka stjórn- in hefur enn ekki gert neina ráð- stöfun, sem breytt gætí varanlega skiptingu valdsins á sviði atvinnu- líísins. Ef stríðið endaði með sigri á morgun, myndi afstaða sér- réttindastéttanna til fjöldans vera óröskuð. En það þýðir, að öll þau þjóðfélagsvandainál, sem við stóð- um andspænis í upphafi styrjald- arinnar, væru óleyst, nema hvað útkoman fyrir auðvaldslýðræðið væri sú, ef dæma má eftir reynslu seinustu styrjaldar, að andstaða séyréttindastéttanna gegn áfram- haldandi þjóðfélagsumbótum,. myndi harðna. Þær myndu segja,. að þjóðin risi ekki undir kostnað- inum. Þær væru með öðrum orð- um ekki reiðubúnar til neinna fórna, þegar sigurinn væri feng- inn. Við kæmttm þá út úr styrj- öldinni með óbrcytta þjóðfélags- hætti, og með vcrri aðstöðu fyrir íjöldann á sviði atvinnulífsins en áður. Það er mín sannfæring, að þessi leið liggi til glötunar, þar sem hún felur í sér vissu um þjóð- félagsbaráttu, sent ógnar því lýð- ræðisskipulagi mcð tortímingu, er við höfum einmitt verið að berjast fyrir. Frh.

x

Nýtt land

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land
https://timarit.is/publication/387

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.