Alþýðublaðið - 14.04.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.04.1923, Blaðsíða 1
Gefið út sblí AlþýdailokkaiiiB 1923 Laugardaginn 14. apríl. 83. tölubla/*. HfisnæMsfnndurinn. Fundur Kvennadeildar Jafn- aðármannafélagsins í fyrra kvöld var vel sóttur, og þakkar deildin öllum þeim konum, sem þangað, komu frá erfiðum heimilisástæð- um, og ókki sízt þeim, sem gáfu sér tíma til að sýna áhuga sinn á málefninu. þótt þær hefðu verið við vinnu frá kl. 6 að morgni til kl. 6 að kveldi. Æskile«t hefði verið, ef þeir úr bæjarstjórn Reykjavíkur hefðu verið þarná komnir, sem ráð hafa á því með einu atkvæði að hafa svo mikil áhrif á lífs- kjör þessara kvenna. Það væri gaman að sjá þann mann, sem ekki skammaðist sín fyrir hðnd bæjarins, þegar hann heyrði þær sjállar segja frá. Engin fundaráiyktun var tekin, því Kvennadeildin leit svo á, sem bæjarstjórnin myndi ekki kippa sér upp við það, þó ekki stærri fundur en Ungmanna- félagshúsið rúmar færi að senda henni áskorun. En Kvennadeildin skorar sem ' fyrr á allar konur, að taka hönd- um saman og hjálpa henni með þetta mál, — hvort sem þær eru hlyntar Alþýðuflokknum eða ekki. Kann ske verður mót- stöðukonum hans þá að tiú sinni, svo að þeirrar fulltrúar þora ekki að daufheyrast við bænum þeirra. Af því að ýmsar konur voru farnar at fundinum áður en tími vanst til að útbýta skýrsl- um til útfyllingar, eru þær kon> ur, sem upplýsingar vilja gefa um slæmt húsnæði, vinsamlega beðnar um að sækja skýrslur í Álþýðuhúsið eða gefa þar upp íbúðir þær, sem þær óska eftir að séu skoðaðar. Letkfélafjf Meykiavíkup. Víkinprnir á Hálogalandi verða leiknir á sunnudaginn 15. þ. m. kl. 8. Aðgöogumiðar seldir á laugardag frá kl. 4—7 og á sunnud kl. 10—12 og eftir kl. 2. Verkamannastjðrn í Saxlandi. í útlendum blöðum er sagt því eítir fregnum frá Dresden f Saxlandi, að fullnaðarsamkomu- lag hati komist á milli jafnað- armannaflokkanna (socialdema- krata og kommunista) um stjórnar- myndun. í stjórnarstefnUskránni, er samkomulag varð um, eru eftirfaratidi atriði: Náðun' tyrir alla sem handteknir hafa verið vegna stjórnmála-athafna, barátta móti alls konar okri, stofnun verkmannanefnda með sams konár sniði sem rússnesku ráð- anna, og skulu lögð fyrir þær öll frumvörp og uppástungur til samþyktar áður en þau eru lógð fyrir þingið. Báðir flokkar skulu í sameiningu stofna verkamanna- her til vamar gegn hvítliðum. Samkomulag þetta samþyktu stjói nir flokkanna 20. marz.Hægri jafnaðarmenn einir taka við em- bættum í stjórninni, en hinir taka sæti í eítirlitsnefnd, er seinna skal stofna. Auðvaldsblöðin eru hamslaus af bræði út af þessu samkomulagi, því að þau sjá, að með þessu er stigið stórt skref ( áttiná að fullkominni einingu verkámannaflokkanna í starfi þeirra. Sfðan var Zeigner kjör- inn forsætisráðherra. Þegar hann tók við embættinu, gengu þýzku þjóðernissinnarnir af fundi í þing- inu, og varð þá þar hinn mesti gauragangur; . H.F. EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS REYKJAVÍK Es. Gullfoss fer til Vestfjarða á mánudag 16. apríl síðdegis. V0rnr afhéndist í dag eða fyrir hádegi á mánudag.' Farseftlar sækist í dag. Aukahafnir Sandur og Tálkna- tjörður. Goðatoss er á törum frá Austfjörðum. Lagarfoss fer frá Kaupmannahöfn 18. apríl til austur- og norður-Iandsins. Borg fer í dag frá Ibiza til austar- og norðurlandsins. Villemoes fór 12. apríl frá Loodon tlí austur- og norðurlandsins. Esja mun fara f dag frá Kaupmanna- höfn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.