Skírnir - 01.01.1922, Page 125
Landmörk íslenskrar orölistar.
Göfgi og raáttur tungu vorrar veldur alveg einstök-
um hlutföllum í list Ijóða og óbundins raáls meðal vor.
Alþýða stendur, fyrir hana, hærra að menningu hjer á
landi, lieldur en gerast raun annarstaðar, og þess vegna
nær markverður skáldskapur langtum lengra út hjer frá
hinni svokölluðu menntastjett, heldur en þekt er hjá öðr-
um fjölmennari og ríkari þjóðum. Á hinn bóginn sjást
einnig áhrif þeirrar frægðar, sem íslenskan á og hefir
erft raeð norrænunni, á því, hve þakklátsamir útlendingar
eru jafnaðarlegast fyrir lítilsverð skáldverk íslenskra höf-
unda, jafnvel þau, sem samin eru á öðru máli. Til livors-
tveggja þessa vildi jeg nefna dæmi frá landmörkum
íslenskrar orðlistar, ytra og heima.
Framfarir í íslenskri ljóðagerð hjer á landi nú á síð-
ustu áratugum eru einkennilega störstígar og bersýnilegar.
Mörgu erindi frá eldri góðskáldum vorum er haldið á
lofti með aðdáun, þótt langtum ljettvægari sjeu, heldur
en fjöldi af stökum og vísum, sem lítt kunnir ljóðasmiðir
kasta hjer fram á vorum timum. Þetta er sjerstaklega
eftirtektavert um sveitaskáld, og svokallaða ólærða menn,
sem hafa mannast með endurreisn íslenskrar tungu. En
af öllum svonefndu sjálfmentuðum skáldum íslands steud-
ur Guðmundur Friðjónsson langhæst, þó að mikill fjöldi
óþektra sjeu til úti um alt land, sem lyfta merki þjóð-
skáldskaparins stöðuglega hærra og hærra. Sje þessi
skáldment alþýðu vorrar borin saman við það, sem sjest
hjá öðrum þjóðum frá sörnu sjettum, hlýtur það að vekja