Skírnir - 01.01.1926, Síða 16
6
Skírnir tíræður.
[Skirnir
var stórmerkilegt rit, enda lengst af mjög vinsælt af al-
menningi. Þó tóku ýmsir á hinum síðari árum Tímarits-
ins að ala á talsverðri óánægju gegn því, og var því eink-
um fundið til foráttu, að það fullnægði hvergi nærri þeirri
stefnuskrá, sem því hefði verið sett í upphafi. Að vísu
var nokkuð hæft í þeirri ásökun, sem ekki var að kynja,
því að stefnuskráin var mjög víðtæk, en ritið lítið. Hins
vegar mátti með sanni segja, að Tímaritið hafði á hverju
ári flutt eina eða fleiri veigamiklar ritgerðir, einkum um
sögu og bókmenntir landsins bæði að fornu og nýju, og
kom það þó miklu víðar við. En þó var nú svo komið,.
að talsverður andblástur var risinn gegn báðum ársritum
fjelagsins, Skírni og Tímaritinu, og fór svo að lokum,
að þau voru bæði lögð að velli og í stað þeirra stofnað
nýtt tímarit, sem var látið halda nafninu Skírnir.
Á fundi Reykjavíkurdeildarinnar 4. júlí 1899 lagði stjórn-
in fram svohljóðandi tiilögu til ályktunar: »Fundurinn felur
stjórninni að fara þess á leit við alþingi að veita Reykja-
víkurdeildinni 5000 kr. styrk fyrir árið 1901 til útgáfu al-
þýðlegs tímarits, er sje 36 arkir á stærð, með drjúgu letri
og myndum, og komi út í 6 heftum árlega og kosti í lausa-
sölu 3 kr.« Fundurinn felldi þessa tillögu með 20 atkv.
gegn 12. En nokkru síðar var því hreyft á fundi Hafnar-
deildar, að æskilegt væri, að Tímaritið yrði stækkað og
kæmi út í 4 heftum á ári. Var það mál síðan rætt á að-
alfundi Reykjavíkurdeildar 8. júlí 1903 og var þá samþykkt
að kjósa 3 manna nefnd, sem í samvinnu við stjórnina átti
að íhuga, »hverjar breytingar æskilegar væru á fyrirkomu-
lagi og útgáfu Tímaritsins og hvað tiltækilegt væri að
gera til þess að efla hag fjelagsins.« Skyldi nefndin leggja
fram tillögur sínar fyrir næsta ársfund. Þessir menn hlutu
sæti í nefndinni: Guðmundur Björnsson, hjeraðslæknir.
Guðmundur Finnbogason, mag. art., og Þorsteinn Erlingsson,
skáld. En um S k í r n i var samþykkt sú tillaga á fundinum,
að hinni útlendu bókaskrá skyldi »breytt á þann hátt, að
i stað hennar komi stuttir ritdómar um merkustu útlendar
bækur í helztu fræðigreinum.«