Skírnir - 01.01.1926, Síða 64
54
Stjömu-Oddi.
| Skírnir
mun á degi og sólargangi. Hinar stjörnufræðilegu athug-
anir í Konungs-skuggsjá eru eigi nákvæmar, þótt slept sé
bersýnilegum villum, sem stafa frá misritunum og að nokkru
leyti eru því að kenna, að höfundurinn hefir tæpast kunn-
að að fara ineð rómverskar dagsetningar, þótt hann noti
þær. Oddatala ber svo langt af því, sem ritað er um svip-
að efni í Konungs-skuggsjá, að samanburður getur á engan
hátt rýrt Oddatölu, heldur sýnir hann miklu fremur, hve
Oddi hefir borið af samtíðarmönnum sínum að glöggri og
nákvæmri athugun og skilmerkilegri greinargerð um þær
athuganir.
Af ummælum B. M. Ólsens, Eiríks Briems og N. Beck-
mans og þeim athugasemdum, sem eg hefi nú við þau
bætt, vænti eg að það sé allvel auðsýnilegt, að þær athug-
anir Stiörnu-Odda, sein Oddatala getur um, beri vott um
framúrskarandi athugunarhæfileika og skarpskygni og óvenju-
lega kostgæfni og áhuga á stjörnufræðilegum athugunum,
svo að Stjörnu-Odda má óhætt telja langhelzta stjörnu-
fræðing á sínum tíma hér í Norðurálfunni.
Það mætti nú álíta, að Stjörnu-Oddi hafi haft góða
aðstöðu til stjörnufræðisathugana, úr því honum varð svo
vel ágengt, sem nú hefir verið getið um. Því miður er
nú lítið kunnugt um æfiatriði Odda. B. M. Ólsen hefir
getið þess til, að Styrkár Oddason, sem var lögsögumaður
1171—1180 og deyr 1181, hafi verið sonur hans. Það er
ýmislegt, sem styður þessa tilgátu, meðal annars það, að
Sigurður sonur Styrkárs býr í Múla í Reykjadal árið 1187.
Styrkár hefir sennilega verið kominn um sextugt, er hann
dó, og þá hefir hann verið fæddur um 1120 eða á þeim
árum, er Stjörnu-Oddi gerði athuganir sínar. Ef þessi tilgáta
er rjett, hefir Oddi verið af góðum ættum, efalaust, og eigi
fátækur. En ekki kemur þetta vel heim við þá lýsingu á
Stjörnu-Odda, sem er í riti því, sem nefnist Stjörnu-Odda
draumur. Draumurinn sjálfur er lítið markverður, og er
honum því slept hér, en lýsingin á Odda er merkilegri og
set eg hana hér: