Skírnir - 01.01.1926, Page 66
56
Stjörnu-Oddi.
jSkírnir
mundi Oddi varla hafa haít efni á að fá sér þau. En hann
finnur önnur ráð til að bæta sér upp verkfæraleysið. Hækk-
un sólargangsins miðar hann við stærð sólarinnar sjálfrar og
þarf því engin mæliáhöld við hana að nota, því að hann
setur á sig, hvar í fjallahringnum, sem er hans sjóndeildar-
hringur, efri brún sólar kemur upp, og af athugunum á því,
hvar neðri brún sólar kemur upp næstu daga, finnur hann,
á hve löngum tíma sólin hækkar urn þvermál sitt.
Oddi hefir kunnað að ákveða réttar áttir og skifta
réttu horni í 4 jafna hluta nákvæmlega, ella hefðu athug-
anir hans á dögun og dagsetri eigi orðið jafngóðar og raun
ber vitni. Líklega hefir hann í því sem öðru fundið sjálfur
aðferðirnar, sem hann notaði, en eigi farið eftir leiðbein-
ingurn annara. Annars er það mikil ráðgáta, hvernig Oddi
hefir getað aflað sér þekkingar. Hann var rímkænn mað-
ur, svo að engi rnaður var hans maki honum samtíða á
öllu íslandi, segir í lýsingunni á honum. Þenna rímfróðleik
var á döguin Odda eigi unt að fá nema úr latneskum fræði-
bókum, en til þess að geta haft gagn af þeim bókum,
þurfti Oddi að vera læs og geta skilið latneska tungu. Á
þeim tíma nrunu því fáir leikmenn hafa verið svo lærðir
hér á landi og allra sizt þeir, sem voru eigi efnaðri en
Oddi var, eftir lýsingunni að dænra, nema þá frábærir náms-
nrenn. Verið gat og, að lærðir menn hafi útlistað fyrir hon-
um rímfræðina munnlega, og hann síðan fylt í skörðin og
fullkonmað rímfræðina af sjálfs sín hyggjuviti, þangað til
hann var orðinn lærðari en þeir, sem höfðu bækurnar við
að styðjast. En hvort heldur er, þá ber alt að sama
brunni, að Oddi hafi haft einstaka hæfileika til að fást við
rímfræði og stjörnufræði, og annars verið vitur að mörgu,
eins og honum er lýst í Stjörnu-Odda draumi. Vísinda-
mensku hans er þar einnig lýst óbeinlínis, því að menn
höfðu það fyrir satt að hann lygi aldrei, ef hann vissi satt
að segja. En þetta er eitt höfuðatriði vísindamenskunnar,
að vera sannleikanum trúr, hvort sem manni sjálfuin eða
öðrum kemur það betur eða ver.