Skírnir - 01.01.1926, Page 76
Lestur og lesbækur.
Eftir Jón Ófeigsson.
I.
Það mun ekki ofmælt, að ekkert hafi stuðlað jafn mikið
að því að hefja alþýðu manna upp úr sorta og þoku fer-
legrar hjátrúar og fávizku eins og það, að hún varð lœs.
Blindur er bóklaus maður, segir hið fornkveðna, og engu
ósannara er hitt, að aumur er ólæs maður. Sú var tíðin,
að lítið var um sæmilegan bókakost manna á meðal og
gætti þá þess minna, þótt áfátt væri í þessum efnum, en
síðan straumur blaða og bóka flæddi út um allar sveitir,
mundi slíkur skortur vera þyngri þraut og óbærilegri. Mikið
mun á það vanta hjá mörgum höfuðþjóðum, að alþýða manna
hafi þessa kunnáttu til að bera, en svo mun nú vera kom-
ið hjá oss, að vart mun finnast nokkur maður með sæmi-
legu viti, að eigi sé hann stautfær. Til þessara yfirburða
vorra liggja ýmsar ástæður, sem oflangt yrði og óþarft að
rekja hér, en þykja má það gott frásagnar og eigi ómerki-
legt, að þessi fámenna þjóð og fátæka hafi getað bætt svo
um hjá sér í þessum efnum, að fáar eða engar höfuðþjóð-
ir séu henni fremri.
En ekki er nema hálfsögð sagan með þessu. Það á
ekki saman nema að nafninu, sem kallað er læst. Einn er
fluglæs, annar er stautfær. Þetta getur að sumu leyti stafað
af ólíkum námshæfileikum. Ekki er að vænta sama árang-
urs hjá treggáfuðu barni og öðru fluggáfuðu, þótt í byrjun-
aratriðum sé. Það þarf bæði skilning og skjóta eftirtekt,
auk ýmissa annara kosta, til þess að lestur sé í lagi. En
vel gæti svo verið, að lestrarkunnátta sé minni og ófull-
komnari hjá mörgum eða velflestum en vera þyrfti sam-