Skírnir - 01.01.1926, Side 125
Skirnir]
Um loítslagsbreytingar.
115
afstöðu breytist aðdráttarafl tunglsins og þar með sævar-
föll og straumar. En straumarnir hafa aftur áhrif á veður-
farið. — Straumbylgjur þessar eiga að endurtaka sig með
h. u. b. 3, 9, 90, 180 og loks 1850 ára millibili; er sú síðast-
nefnda þeirra mest. Þá verður Austurgrænlandsstraumurinn
sterkari en ella, og rekur mikinn ís fram með Grænlandi.
Þess á milli verður straumurinn aflminni, ísinn frýs saman
í hellu og ísrek hættir að miklu leyti. — Rannsóknir, sem
nýlega hafa verið gerðar, benda þó í þveröfuga átt: sterkir
vindar og straumar — lítill is við ísland, hægir straumar —
mikill og langvinnur ís.1)
Síðasta skifti er tunglið hafði sterkast flóðmagn var
1433 e. Kr., en næst þar áður um 350 og 2100 f. Kr. Pet-
tersson vill sanna mál sitt með því, að til séu sagnir og
skilríki um þrjá harðindabálka, sem gengið hafi yfir Norður-
lönd síðan þau bygðust. Hinn elzti (2100 f. Kr.) á að vera
Fimbulvetur og Ragnarök, sem nefnd eru í Goðafræðinni.2)
Annar harðindabálkur kom í lok bronsaldar (um 350 f. Kr.)
og hrakti m. a. Kimbra og Tevtóna frá heimkynnum þeirra
svo að þeirra flakki lauk ekki fyr en suður á Ítalíu. Þriðji
og síðasti bálkurinn náði hámarki um 1430 og hefur hann
verið rökstuddur með áðurnefndri hnignun Norðurlanda, auk
einstakra frásagna í sögum og annálum. Skal bráðum vikið
að því nánar.
Á milli harðindabálkanna eiga svo að hafa verið góð-
viðrisbálkar um 2800 og 1200 f. Kr., 530 e. Kr. og loks á
nú góðæri að fara í hönd, sem nær hámarki um 2300 eða
eftir tæp 400 ár. —
Próf. A. Wegener o. fl. ætla að heimsskautin færist úr
stað og þar með breytist svæði það, sem heimsskautahjarnið
1) A. Defant, Oscíllations of the atmospheric circulation over
the Northatlantic Ocean . . . Monthly Weather Rev. Vol 52 bls. 390.
Washington 1924.
2) í áður nefndu riti eftir O. P. stendur þessi klausa, bls. 41:
* eher und Dichter wie Rydberg und Wagner, welche mit genialer
ntuition errieten, dass eine Naturkatastrophe zu Grunde liegt filr die
urdische Mythologie, haben diese Epoche mit dem Namen »Fimbul-
wmter« (Rydberg) und »Götterdömmerung« (Wagner) bezeichnet«.
8*