Skírnir - 01.01.1926, Síða 145
Skírnir]
Þjóðernisbarátta Finnlendinga.
135
'Og nótlin, og það jaínvel, þótt um mannanöfn sé að ræða
•eins og t. d. Georgs gatan, sem á finsku heitir Vrjön katu.
Allar opinberar og fjöldi annara auglýsinga á götum úti
og í opinberum stofnunum eru og á báðum málum. Spyrji
maður einhvern einhvers á götum úti, þá er svarið ýmist á
sænsku eða finsku: allir mentaðir menn og verzlunarmenn
t. d. eru jafnvígir á bæði málin, en verkamenn, ökuþórar
og hermenn :skilja oft ekki nema annað, flestir finsku. —
Eins og eðlilegt var, kyntist ég aðeins sænsku mælandi
mönnum, en ég hafði ekki verið langa stund með þeim,
-áður en ég tók eftir því, að þeim var mjög ant um það,
•að þeim væri ekki blandað saman við finskumælandi menn
undir nafninu Finnar. »Við erum Finnlendingar,« sögðu
þeir, og gerðu skarpan greinarmun á þjóðarheitunum: riks-
svensk, finlandssvensk og finsk. Ég man eftir því, hvað
Arvid Mörne, eitt af beztu núlifandi skáldum sænskra Finn-
lendinga, var raunalegur þegar hann var að segja mér frá
,því, hve fáfróðir Svíar í Svíþjóð væri um frændur sína,
sænsku Finnlendingana. Þeir vissu ekki að þeir væru til,
héldu, að það væru eintómir Finnar í Finnlandi að undan-
teknum fáeinum lærðum mönnum í Helsingfors, og þegar
•þeir heyrðu sænskan Finnlending tala sitt eigið móðurmál,
jþá féllu þeir í stafi yfir því, hvað f inskan væri lík sænskunni!
En til þess að skilja sambúð Svía og Finna í landinu
:nú, er nauðsynlegt að hverfa aftur í aldirnar og gera
:sér grein fyrir ástandinu þá og svo einkennum beggja
þjóðanna.
Finnland er, eins og allir vita, ekki nein smáræðis-torfa,
það er talið 377.426 □ km. að stærð, eða langt til 4 sinnum
stærra en ísland. Það er ekki öllu breiðara en ísland frá vestri
til austurs, en langt er það, því suðuroddi þess nær nokkru
sunnar en Osló liggur í Noregi og norðurendi þess teygir fing-
ur sinn norður að Varangursfirði í Noregi. sern ekki liggurstór-
um mun sunnar á hnettinum en Jan Mayen og nær því langt
norður fyrir ísland. Nyrzti hluti landsins er hálendari og
hrjóstrugri en aðrir Iandshlutar. Þar búa Lappar frá fornu
ifari og stunda veiðar og hreindýranrækí. Annars er landið