Skírnir - 01.01.1926, Síða 156
146
Þjóðernisbarátta Finnlendinga.
[Skirnir
hún verður þó stundum að þoka, má nefna, að her-málið
er finska, — það er eðlilegt, af því að mikill meiri hluti
hersins er finskur, — en illa kunna sumir sænskir menn
því, og vilja leyfa foringjum sænskra fylkinga að hafa skip-
anir sínar á sænsku. Og að mörgu leyti stendur sænskan
ver að vígi. Nú eiga Finnar t. d. bókmentir, sem að vöxtum
og gæðum fara langt fram úr sænskum bókmentum lands-
ins. Orsökin er meðal annars sú, að þeir hafa miklu stærri
markað fyrir bækur sínar, enda eru finskar bækur mjög
ódýrar.
Til skamms tíma höfðu Finnlendingar farkennara í sveit-
um eins og tíðkast hefur hér á íslandi, enbarnaskólum
fjölgar þar þó stöðugt. í þeim eru börnin ekki látin læra
annað mál, en móðurmál sitt eitt. En í æðri skólum
var sænska ein kenslumál til ársins 1858, eftir það var
finska tekin upp sem kenslumál í fleiri og fleiri skólum og
1908 voru í landinu 35 ríkisskólar og 58 einkaskólar með
finsku, en 16 ríkisskólar og 27 einkaskólar með sænsku
kenslumáli, en finsku skólunum fjölgar örara, sem von er.
Mjög margir þessara skóla eru samskólar, fyrir pilta og
stúlkur, og hefur það fyrirkomulag gefist vel í Finnlandi.
Ein afleiðing þess er, að fleiri stúlkur lesa nú við háskól-
ann í Helsingfors, en við nokkurn annan háskóla í Evrópu.
Flestar fara þær í sögu- og heimspikisdeildina og lesa mál.
Má kalla, að sú deild sé fullskipuð konum með fáeinum
karlmönnum innan um. í þessu sambandi er vert að minnast
þess, að Finnar urðu manna fyrstir til að viðurkenna póli-
tískt jafnrétti karla og kvenna (1906).
Alt að árinu 1918 átti Finnland aðeins einn háskóla
í Helsingfors, þar sem fyrirlestrar voru haldnir á báðum
málum (og eru prófessorar, ef mig minnir rétt, skyldir að
geta notað hvort málið sem er). En hér virðist straumur-
inn stefna eins og annarsstaðar, og kvartanir yfir því að
finskir prófessorar séu teknir fram yfir sænska, er keppa
um sömu stöðu, eru ekki ótíðar. En 1918, fullveldis-
ár Finnlendinga, stofnuðu sænskir Finnlendingar nýjan
háskóla í gamla sænska háskólabænum Ábo (Ábo