Skírnir - 01.01.1926, Síða 168
158
Skíðaferð suður Sprengisand.
[Skírnir
Jæja, nú áttum við enga að nema sjálfa okkur, og fyrsta
verk okkar var að leggja á sjálfa okkur aktýgin og gerast
hestar. Við Tryggvi beittum okkur fyrir sleðann, sem skrið-
mælirinn (log) var festur á, en þeir Axel og Sörensen fyrir
hinn. Skíðafæri var ágætt, en sleðarnir þungir — 200 pd.
á hvorum, — og sjálfir vorum við uppgefnir eptir brekku-
raunina. Við komumst því ekki nema 6 km. á 2 tímum,
og tjölduðum kl. 7 um kvöldið. Vorum við þá 3000 f. yfir
sjávarfleti, hitastig -f- 16°, veður kyrt og lítilsháttar snjó-
koma. Kveiktum við nú á báðum prímusvjelunum og brátt
var fyrsta máltíðin framreidd: hafrasúpa, harðfiskur, svína-
steik, og kaffi á eptir. Þess þarf ekki að geta að við höfð-
um gráðuga matarlyst.
Eptir það tókum við að huga að húðfötunum, og skreið
síðan hver í sitt. Höfðum við væna snjóköggla undir höfð-
inu. Við festum þegar væran svefn eptir fáeinar mínútur,
og þótt við værum 3000 f. yfir sjávarfleti og kuldinn 16°,
sváfum við af til morguns, svo fast og rólega sem fremst
verður á kosið.
Föstudaginn 20. marz fórum við á fætur kl. 6
og var þá hitastig h-15°, en veður kyrt og bjart. Kl. 8
lögðum við af stað og stefndum beint í suður á Laugafell
en ekki í útsuður, svo sem hin gamla ferðamannaleið liggur,
til Eystri-Polla. Skíðafæri var hið bezta, enda engar tor-
færur á leiðinni fyr en um hádegisbilið. Þá komum við
að gjám miklum, sem urðu oss þrándur í götu. Gátum
við ekki komið sleðunum yfir þær á aðra leið en þá, að
við ljetum þá síga niður öðrum megin, en hófum þá upp
hinum megin, og tafði þetta ekki lítið fyrir okkur. Vænt-
anlega hefir það verið Geldingsá, sem við hjer fórum
yfir. Þá er leið fram á daginn höfðum við yndislegt út-
sýni yfir norðurhluta Hofsjökuls og fjöllin fyrir vestan hann
og útsunnan, en í suður-landsuðri glitruðu Tungnafellsjökull
og Vatnajökull. Einkum var Hofsjökull undrafagur, hvítur
og heill, svo að hvergi varð fundin rifa nje sprunga með
kíki. Um hádegið hafði verið 9° kuldi, nú var hann
orðinn 15°, en skiðafærið ágætt og blæjalogn. Kl. 7 um