Skírnir - 01.01.1926, Page 200
186 Nokkurar athugasemdir um bókmentir siðskiftaaldar. [Skírnir
kvæðin smá o. s. frv. í þessari bók er þessu kipt í lag í
fyrsta sinn, og síra Ólafi Einarssyni eignað kvæðið, og
þó ekki fullsögð sagan. AM. 67 8vo, handrit frá 17. öld,
kallar kvæði þetta Drykkjumannavísur og eignar það hik-
laust síra Ólafi. Verður að taka mark á því, bæði vegna
þess að handritið er frá þessum tíma og af því að ritar-
inn hefur kunnað skil á kvæðum síra Stefáns, eignar hon-
um Húfuvísur og Ómenskukvæði. Handriti þessu hefur út-
gefandi Stefáns-kvæða ekki veitt athygli. En nú er kvæð-
ið ekki nema 11 erindi í AM 67 og 26 erindi í Stefáns-
kvæðum. Hefur þá AM 67 slept úr kvæði síra Ólafs, eða
aðrir síðar aukið við það? Úr þessari spurningu leysir
Thott 473 4to, kvæðabók síra Bjarna Gissurarsonar í eig-
inhandarriti, að nokkuru leyti. Þar eru 8 vísur úr sama
kvæði, og einar 2, sem líka standa í AM 67 (smbr. kvæði
Stef. Ól. II, 406—407). Af þessu virðist ljóst, hvernig kvæð-
ið er til orðið. Fyrst yrkir síra Ólafur sitt kvæði, 11 vísur.
Síra Bjarni systursonur hans tekur tvær af þeim vísum og
prjónar ofan við. Loks bætir síra Stefán enn 9 visum við
kvæði föður síns og frænda, en honum er síðan eignað
alt saman. En úr því að þetta kvæði síra Ólafs hefur um
langan aldur verið talið til skemtilegustu kvæða síra Stef-
áns, mun enginn geta neitað því, að talsvert af hinum
létta og gamansama austfirzka blæ hafi þegar verið kom-
ið á skáldskap síra Ólafs.
Annað af kvæðum síra Ólafs, sem P. E. Ó. aðeins
nefnir í skrá sinni, á skilið, að nánari grein sé gerð fyrir
því. Það er óvenjulega merkilegt, bæði fyrir menningar-
sögu og bókmentasögu. Kvæðið heitir Ósómi óhlýðugs
vinnufólks, og er ort til síra Sigurðar eldra Oddssonar,
biskups Einarssonar. Það er elzta ádeila á hinar lægri
stéttir, sem eg þekki í íslenzkum bókmentum. Eldri Heims-
ósómar, eftir Skáld-Svein o. fl., Hugvekja síra Einars Sig-
urðssonar í Vísnabókinni, Valdsmanna áminning i sömu
bók o. s. frv., beinast að löstum höfðingja og efnamanna:
fjárdrætti og kúgun, óhófi og drambi. En þeir Austfirðing-
ar, sira Þorlákur Þórarinsson o. fl. deila sífelt á vinnuhjú