Skírnir - 01.01.1926, Page 205
[Skirnir Nokkurar athugasemdir um bókmentir siðskiftaaldar. 191
hafin þjóðleg gagnsókn gegn erlendum áhrifum. Og vér
erum mönnum þessarar aldar þakklátastir fyrir, að þeir
skyldi ekki glata meira en þeir gerðu af því, sem is-
lenzkt var.
Saint verður því ekki neitað, að íslenzk sagnaritun og
fornfræði rakna eftir siðaskiftin úr löngum dvala. Enginn
er bær að segja, hvort eða hvenær þær hefði vaknað án
þeirrar byltingar. Sagnaritun verður að fást við það, sem
orðið er, en ekki hitt, sem hefði getað orðið. Það er ekki
nóg að segja, að á íslandi hafi fyrir siðaskifti verið ærið
efni, alt efnið í rit um forn fræði, og hvorki hafi þá brost-
ið þjóðernistilfinningu né ást á íslenzkum mentum. Því að
úr þessu varð þá í reyndinni ekki annað en eftirritun eldri
bóka. Nú vitum vér, að hugur mentamanna um alla Norð-
urálfu snýst um þessar mundir að útgáfu og rannsókn
fornra rita. Hvað er þá eðlilegra en viðurkenna, að þessi
stefna hafi ýtt undir íslendinga að vinna á svipaðan hátt
úr sínum fornu ritum? Auknar utanfarir á 16. öld gerðu
þá næmari fyrir orðstír þjóðarinnar út á við, og fornmenta-
stefnan bendir þeim á aðferðina til þess að rita um forn-
öld íslendinga. Það má vel vera, að það sé hending, að
vísinda-afrek Arngrims lærða eru unnin af manni, sem er
í þjónustu lúterskrar kirkju. En hitt er sannarlega engin
hending, að þau eru unnin af manni með almenna Norð-
urálfu-mentun. Þau bera þess öll merki, og íslendingar
viðurkenna það sjálfir, með því að gefa honum kenningar-
nafn, lœrði, sem áður er óþekt með þjóðinni. Það er rétt,.
að biskuparnir Oddur og Þorlákur leita til ósigldra manna,
er þeir vilja láta skrá sögurit. Þetta ber íslenzkum fróð-
leik glögt vitni. En það þurfti þó að leita til þessara manna,
hvetja þá. Sá veldur miklu, sem upphafinu veldur.
Mér virðist standa hér líkt á og um 1100. Þá var líka
gnótt þjóðlegrar menningar í landi, en erlend áhrif vöktu
Sæmund og Ara til starfa, þó að þeir færi skjótt sínar
eigin götur. Erlend áhrif, þótt lítil sé og jafnvel veki and-
spyrnu, virðast jafnan, síðan sögur hófust, vera nauðsyn-
legur þáttur í hverri þjóðlegri reisn: