Skírnir - 01.01.1926, Page 207
Skírnir] Nokkurar athugasemdir um bókmentir siðskiftaaldar. 193
Miðaldamenn kunnu þá latínu, er þeir höfðu lært af næstu
kynslóð á undan, og svo koll af kolli. En hún hafði smám
saman færst alllangt burtu frá hinu rómverska gullaldar-
máli. Fornmentamenn gengu beint i skóla hjá Cæsar og
Cicero. Þeim þótti miðaldalatínan gruggug og sneru aftur
til lindanna. Bjarni yrkir að mestu eftir þeirri þekkingu,
sem gengið hafði í arf frá kynslóð til kynslöðar af rímna-
skáldum. Það er alkunnugt, að snemma komast inn í rím-
ur heiti og kenningar, sem sýna vanþekkíngu og misskiln-
ing á hinu forna skáldskaparmáli. Hallgrímur er fornfræð-
ingur. Hann fer beint í Snorra-Eddu og fornkvæðin. Hann
gat trútt um talað. Önnur eins þekking á skáldamáli og
kemur fram í Aldarhætti hans er ekki til með þjóðinni
síðustu öldina áður en hin íslenzka fornmentastefna hefst,
undir lok 16. aldar.
Siðaskiftunum var um langan aldur, eins og búast mátti
við, sungið lof og dýrð af skáldum og sagnariturum, eink-
um þeim, er andlegrar stéttar voru. Aftur á móti hefur sú
skoðun rutt sér mjög til rúms á síðustu mannsöldrum, að
fleira hafi fylgt þeim 'ilt en gott. Helzta leiðin til þess að
komast að sanngjarnri niðurstöðu hlýtur að vera sú, að
greina sem skýrast milli þeirra kvísla, er runnu saman í
byltingu þá, sem oss er tamast að kenna við siðaskiftin.
Eins og rangt væri að eigna lúterskunni menningarstefnur
og mentatæki, sem voru henni alls óháð og máttu sín
engu miður í kaþólskum löndum, nær heldur engri átt að
kenna henni alt það, sem aflaga fer eftir siðaskifti. Henni
verður ekki frekar kent um einokun og galdrabrennur en
þakkaður lærdómur og prentlist. Kaþólskar þjóðir verður
að hafa til sífelds samanburðar. Jafnvel á eins skírgetinn
son lúterskunnar og Jón biskup Vídalín getur fallið óvænt
ljós til réttara skilnings, ef hann er borinn saman við
ræðuskörungana frakknesku, Bossuet og Bourdaloue (báð-
ir dánir 1704).
Enn eins má geta að lokum. Hvern mann og hverja
hreifingu verður framar öllu að dæma eftir sínu eigin lög-
13