Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 216
202
Sála rlífið og svipbrigðin.
jSkirni
heimtar stöðuga gát og vald yfir hlutunum. Vaninn er
annað eðli, enda er sagt, að herforingjar, lögreglumenn,
kennarar, dómarar o. s. frv. hafi að jafnaði fast augnráð;
en oftast mun það meðfætt og vottur um einbeitni og
lyndisfestu. Kvæðið segir um Helga Hundingsbana, þegar
hann er »dægrs eins gamall«, að hann »hvessir augu sem
hildingar«. Þegar fasteygir menn líta snögt á eitthvað,
verður augnráðið hvast. Jón Ólafsson Grunnvíkingur segir
um Pál lögmann Vídalín í æfisögu hans, að hann hafði »augu
blá, þó nokkuð svört, í meðallagi, en eigi stór, og þau hvöss
og hörð eins og i fálka, svo unglingar þorðu ei vel móti
að horfa, einkum þá hann var reiður og setti þau á þá,
helzt ef hann gekk á þá um eitthvað«. Fast augnráð sýnir,
að maður er óskiftur, ætlar sér að sjá hlutina eins og þeír
eru og haga sér eftir því. »Ötul augu«, sem Eddukvæðin
tala um, munu vera ein tegund af föstu augnráði. Það
getur og orðið ósvífið eða ögrandi. Þegar horft er með
festu og gætni i senn, verður augnráðið skarplegt. í
reiði, ótta, skelfingu, undrun og græðgi verður augnráðið
starandi.
Blíðlegt eða þýðlegt er augnráðið þegar vöðvarnir
kringum augun eru hóflega stæltir og augun hreyfast rólega
frá einum hlut til annars. Þar sem augun nema staðar,
greina þau þá hægt og vel án sérstakrar skerpu, sleppa
rólega því sem þau dvöldu við og nema hið nýja smám
saman.
Þegar augnráðið er þreytulegt, sljótt, kæruleysis-
legt, dreymið eða heimsklegt, eru vöðvarnir kringum
augun slappir, hreyfingarnar þunglamalegar og tilbreyting-
arlitlar.
Þegar augnráðið er fjörlegt, er vöðvastælingin kring-
um augun við meðalhóf, augnhreyfingarnar snöggar og
skifta oft um stefnu. Augað greinir þá skjótt það sem það
nemur staðar við, en ekki smáatriðin, heldur það sem mest
ber á. Fjörlegt er helzt augnráð hins heilbrigða og óþreytta.
Það einkennir tíðum æskuna með löngun hennar til að
kynnast sem flestu og færa sér það eftir föngum í nyt,