Skírnir - 01.01.1926, Side 226
212
Ritfregnir.
[Skírnir
þegar brautin hefir verið rudd svo myndarlega, sem hér var gert,
enda hafa þegar nokkrir útlendir sérfræðingar lokið lofsorði á verkið.
Hér skal að eins stuttlega drepið á efni bókarinnar. Höf. skýrir
fyrst frá eðlisháttum landsins, loftslagi og héraðaskipan. Víkur svo
að þjóðinni og segir frá landnámi. Hefir hann gert fróðlega töflu,
er sýnir hve margir i hverri sýslu landsins voru að sögn Landnámu
komnir frá hverju landi eða héraði þess; enn fremur hve margir
eru taldir af tignum ættum og hve margir þrælar og leysingjar. Þó
hefir hann að eins talið helming barna þeirra, er Landnáma nefnir,
til innflytjenda, þar sem vitanlegt er, að sum þeirra eru fædd eftir
að landnámsmenn voru hingað komnir. Ég held, að betra hefði
verið að halda sér við tölu allra barna, sem nefnd eru, því að það,
sem oss kemur við, er fyrst og fremst það, hve margir voru ættaðir
frá hverju landi eða héraði, og hvernig ættin var, því að það hefir
haft áhrif á kynstofninn, en ekki hitt, hvort menn voru fæddir árinu
fyrr eða síðar. Nú getum vér t. d. ekki séð af töflunni hvernig
hundraðstala tiginborinna manna var, ef öll börnin eru talin með.
Hvað sem því líður, þá sýnir taflan og mannlýsingar þær, er höf.
tilgreinir úr sögunum, að búast mátti við, að íslendingum kipti mest
í kynið til Norðmanna vestan fjalls og norðan í Noregi, enda hafa
rannsóknir hans ekki látið það hugboð til skammar verða. Þegar
ættfræðisstofnunin mikla, sem ég hefi stungið upp á, kemst á fót,
verður eitt verkefni hennar, að rekja einkenni landnámsættanna
gegnum aldirnar alt til vorra daga, sýna, hvern þátt hver þeirra
hefir átt i sögu þjóðar vorrar.
Þá minnist höf. á atvinnuvegi þjóðarinnar, hver áhrif þeir hafi
haft á kynstofninn, hvernig hann hafi blandast við mannstrauminn
úr sveitum til sjávar og frá sjó til sveita og frá einu landshorni til
annars, hvernig fjölbreytni þeirra starfa, er hver maður hefir gefið
sig við, hefir varnað því, að stéttasvipur myndaðist o. s. frv. Hann
skýrir stuttlega frá heilbrigðisháttum þjóðarinnar, húsnæði, klæðnaði,
fæði, gefur yfirlit yfir fólksfjölda, tölu fæddra og dáinna; víkur svo
að fyrri mælingum og gerir loks grein fyrir rannsóknum sínum, og
eru þær meginhluti ritsins.
Hér er ekki ástæða til að skýra nákvæmlega frá niðurstöðu
höf., þar sem hann hefir gert grein fyrir þeim í »Andvara« þ. á.: »ís-
lendingar mældir«, og vísast hér til þeirrar greinar. Þeir, sem hana
lesa, munu sannfærast um, að þekking sú, er slikar rannsóknir veita,
er enginn fánýtur fróðleikur, er fræðimenn eina varði, heldur nyt-
söm vitneskja um það, hvernig sá kynstofn er, sem landið byggir,
hvar honum megi skipa á bekk meðal annara þjóða, þegar litið er
á líkamsatgervi; til hennar er meðal annars að leita um það, hvort
írska blóðið eigi mikinn eða litinn þátt i einkennum þjóðar vorrar
og hvort kynstofninn hafi spilst þau 1000 ár, er hann hefir dvalið hér.