Skírnir - 01.01.1926, Qupperneq 234
220
Ritfregnir.
[Skírnir
margvíslegan og margháttaðan fróðleik um íslenzkt timatal í einni
bók sem hér, og er það hin mesta furða, hve höfundurinn hefir ver-
ið fundvis á margt, sem venjulegar rímbækur geta ekki um, en hann
hefir orðið að leita uppi viðsvegar í ritum um óskyld efni, og það
er því meiri ástæða til að undrast þetta, þar sem höf. eins og hann
getur um í formálanum, hafði eigi lært íslenzku á skólaárum sínum,
og hefir varla síðar haft mikinn tíma til að nema málið; hann hefir
lagt stund á aðrar fræðigreinar en málfræði og er nú prófessor i
stjörnufræði við háskólann í Osló.
Ýmislegt er það í íslenzkri rímfræði, sem menn eru ekki enn
sammála um, hvernig skilja beri. Ekki er því undarlegt, þótt ég sé
eigi alsstaðar sammála því, sem prófessor Schroeter heldur fram i
bók þessari. Á nokkur af þessum vafaatriðum vil ég minnast hér:
Hirðisrismál er (II bls. 304) nefnd fyrsta eykt dags, en það er
harla óvíst, sömuleiðis er óvíst um elztu vikuskiftingu á Norðurlönd-
löndum og hvenær 7 daga vikan komst á (II bls. 307); mér þykir
sennilegt, að það hafi verið áður enn kristnin kom á Norðurlönd.
Vor og haust býst ég við að hafi verið eigi aðeins hlutar af sum-
rinu (II bls. 307), heldur hafi þessir árstímar náð einnig yfir hluta
af vetrinum. Óþarfi finnst mér að geta þess til, að orðið miðvika
(og miðvikudagur) (II bls. 320) sé kominn úr þýzku, þótt Þjóðverjar
hafi einnig orðið Mittwoch. Vér höfum ýms orð alveg eins mynduð
og miðvika, svo sem miðaftan, miðsumar, og hefir víst engum dottið
í hug, að þau væru komin úr þýzku. Ekki er mér kunnugt um, að
vetrarvikurnar eftir miðjan vetur hafi verið taldar aftur á bak frá
sumarmálum (II bls. 328), nema þá allra síðustu vikurnar (í einmánuði).
Höfundurinn virðist hallast að þeirri skoðun, að veturinn hafi komið
á föstudegi, eins og Eiríkur Briem, prófessor, og Guðmundur Björns-
son, landlæknir, hafa haldið fram. Þó að þeir í þessu hafi nokkuð
til síns máls, held ég þó, að þeir geri of litið úr þeim gömlu rímtöl-
um, sem segja afdráttarlaust, að laugardagur sé fyrsti vetrardagur,
og í bókinni verður ósamræmi að telja, að vetur komi á föstudag, en
segja þó jafnframt, að veturinn sé 26 vikur 2 dögum (II bls. 321).
Mánaðatal, með þrítugnættum mánuðum, á ekki við, ef vetur er látinn
byrja á föstudegi; einn mánuður vetrarins hefði þá 31 dag, því að
öllum kemur saman um, að sumar komi á fimtudag.
Höfundurinn gerir óbeinlínis ráð fyrir (II bls. 324), að orð Ara
fróða um sumarauka Þorsteins Surts 7. hvert sumar, eigi að skilja
svo sem 6. hvert sumar hafi verið aukið viku. Þessum skilningi
hafa að visu margir mætir menn haldið fram, en hann er samt svo
vafasamur, að ástæða hefði verið til að geta þess. Sú skoðun er
látin í ljós (II bls. 323 neðst), að íslendingar á dögum Þorsteins
Surts hafi eigi verið nægilega rímfróðir til að endurbæta tímatal
sitt með sumaraukanum. Mér finst hinsvegar sumaraukaregla Þor-