Skírnir - 01.01.1926, Page 242
228
Ritfregnir.
[Skírnir
bókmentum vorum á öllum öldum, enda þótt ekki sé alstaðar jafn-
glæsilegt um að litast. Hefir nú 15. og 16. öld verið gerð nokkur
skil, þar sem eru hin alkunnu rit: Digtningen paa Island i det 15.
og 16. Aarhundrede og einkum Menn og mentir siðskiftaaldarinnar
á íslandi. Aftur á móti eru 17. og 18. öld lítið kannaðar, en frá
þeim tima er mestur handritagrúinn. Reyndar á dr. Hannes Þor-
steinsson þjóðskjalavörður eins og kunnugt er mikið safn af fróð-
léik um þessar aldir, og er leitt til þess að vita, að það skuli ekki
vera gefið út. Mundi það setja skrið á rannsóknir þessara tíma og
spara þeim óþarfa fyrirhöfn, er kafa í því sarna. Þegar litið er yfir
öll þessi kynstur af handritum, hljóta menn að undrast þá alúð og
óþreytandi elju, sem lögð hefir verið við að skrifa og safna. Ægir
þarna ýmsu saman, kvæðum, rímum, sögum og sögnum. Oft er
fjöldi uppskrifta af því sama, víða missagnir og mótsagnir, t. d. um
höfunda kvæða, aldur manna o. s. frv. Reynir þá sérstaklega á ná-
kvæmni og vandvirkni, þegar greiða á úr þeiJri flækju. En þvi
hugnæmara er við það alt að fást, enda dregur það nokkra að sér,
meir af forvitni en framsýn. Þvi að lítil geta þeir búist við að
launin verði. En ekki þyrfti að teljast nein undur, þó að svo sem
tíu af sonum þjóðarinnar setti að veði eða jafnvel fórnaði efnalegri
vélmegun fyrir að kynnast högum hennar. Það er að eins eitt, sem
oss á að vera ljóst: nauðsyn þess starfs, að kanna til botns hverja
heimild, sem gefur fræðslu um þjóð vora. En það er jafnvel meira
verk að búa efnið í hendur sér haldur en að vinna úr því.
Þetta hefir Jóni Helgasyni verið ljóst, er hann reit bók sína:
Jón Ólafsson frá Grunnauík, er út kom i vetur og höfundur var
sæmdur doktorsnafnbót fyrir.
Ég get hugsað mér, að mörgum finnist Jóni Grunnvíking gert
allhátt undir höfði, að hann fyrstur sinna samaldarmanna skuli hljóta
þá virðingu, að um hann er skrifuð doktorsritgerð. Fáir af nafn-
kunnum samtímamönnum hans koma minna við atburðasögu þjóð-
arinnar. Hann er hvorki skáld né byltingamaður og þvi síður
metnaðargjarn valdsmaður. Hann er friðsamur einstæðingur,
geðbilaður helming æfi sinnar, lítils metinn af samtíð sinni og deyr
frá þeirri hugsuii, að æfistarf sitt verði engum að liði. Kemst þvi
höf. að mestu leyti hjá því að lýsa samtið Jóns. Mundu margir
hafa kosið, að út í það efni hefði verið nánar farið. En i raun og
veru gefur æfiferill Jóns ekki beinlínis tilefni til þess, enda mundi
það hafa lengt bókina um of. Það var hljótt urn Jón frá Grunna-
vík og þó var hann einn af stórvirkustu fræðimönnum íslenzkum.
Hann hefir forðað frá gleymsku mörgu af þvi, sem oss þykir fengur
að eiga. Þess vegna mun öllurn kært, er þekkja til ritstarfa hans,
að mínningu hans sé sómi sýndur. En mörg af ritum Jóns eru
mjög gölluð, sem meðal annars stafar af því, að hann spilti þeim