Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 63
56
Bölv og ragn.
[Skirnir
Skrolli er liklega af sömu rót og sögnin að skrolla,
sem bæði á islenzku og nýnorsku merkir að skellihlæja,
en lika að hólkast, vera víður, sbr. fötin skrolla utan á þér.
Skrolla == ólagleg kona.
Skrumpi er skylt skrambi og skreppa, sbr. nýn,
skrump, gamall og hrörlegur hlutur, józka skrumpe, stór og
digur maður; slæm kýr.
Þremill, skylt tramr og trami = óvættur, tröll; af
indógerm. rót drem, er merkir að hlaupa, stökkva.
En auk þessara nafna, sem notuð eru þegar menn
bölva ekki hátíðlega, hafa verið mynduð mörg gælu- eða
tæpinöfn, af orðunum andskoti og djöfull, ýmist með því
að fella aftan af orðinu og setja á það smækkunarendingu,
eða með því að gera sér tæpitungu við orðið í heild sinni:
andi, (h)ansi, anskoti, ankoti, antoti, askoti; þá
eru samsteypur af andi og skolli: anskolli, anskoli, anskúli;
af andi eða ansi og víti: andvítinn, (h)ansvítinn; og loks
eru til myndirnar ansvoðinn og' ansvosinn. Ansvoðinn er
hugsað alveg á sama hátt og ólukkinn, en ansvosinn mun
vera fyrir ansvoðsinn, smækkunarendingin -si sett á voði.
Á líkan hátt hefir verið farið með orðið djöfull, það verð-
ur defill, dífill, djöfsi, défsi, déssi, defsi, déli, deli, déll, og
loks er samsteypan déskoti.
Ólafur Davíðsson hefir auk þessara nafna orðin koti
og kolli, sem gætu verið styttingar úr andskoti (sbr. an-
koti) ogskolli; hann nefnir og ræfill og refill, sem gætu
verið tæpiorð af rækall, skraði, sem auðsjáanlega er tæpi-
orð af skratti, og h e 1 v i t i n n, sem ber upprunann með sér.
Loks eru orðin sá eineygði (sbr. Óðinn), sá fetótti (J. Magn.
Písls.), flugnahöfðinginn (Belzebub), sá gráskjótti (farðu
gráskjóttur eða á gráskjóttum), sá hrosshæfði, karlinn gamli,
rauðskeggur, (sbr. Óðinn), sá vondi. Sbr. Lbs. 1204, 8vo.
Því verður þá naumast neitað, að fjandinn á sér all-
mörg nöfn á íslenzku og að þessi nöfn bregða upp ýmis-
legum myndum af honum. Raunar er rangt að tala um
hann í eintölu, því að sjálfur hefir hann sagt: »Legio heiti
eg, því að vér erum margir.« Nöfnin hafa orðið ýmisleg