Skírnir - 01.01.1927, Page 88
Skirnir]
Veðrátta og veðurspár.
81
Og svo einkennilega stendur á, að þetta þrent er alger-
iega háð hvað öðru. Veðurspár eru að miklu leyti undir
því komnar, að hægt sé að fá fljótar fregnir um veðurlag
á fjarlægum stöðum. Þetta mundi víðast hvar reynast lítt
mögulegt án loftskeyta. Hinsvegar eru flugferðir svo háðar
vindi og veðri, að án veðurfregna gæti naumast verið um
reglubundar flugferðir að ræða. Þær væru þá hreinar
glæfraferðir í stað þess að nú eru þær varla álitnar hættu-
legri en bifreiða- og járnbrautaferðir. Ennfremur hjálpa
loftskeytin flugmönnum til þess að fá veðurfregnir meðan
þeir eru ofar jörðu — bæði um veðrabrigði í aðsigi og
sömuleiðis um skyggni, vind og loftþrýstingu á lendingar-
staðnum. Loks geta flugvélar gert margar veðurmælingar
cg athuganir upp í loftinu, sem eru veðurfræðinni mjög
nytsamar, bæði sem vísindagrein og fyrir hagnýtar veð-
urspár.
Öll ríki í Norðurálfu hafa bundist fastmælum að víð-
varpa 2—3 sinnum á dag veðurskeytum frá ákveðnum stöðv-
um innan sinna landamæra. Er hverjum, sem heyrt getur,
heimilt að taka upp þessi veðurskeyti. Þau eru gagn-
kvæmur greiði milli grannþjóða. ísland hefur þó sérstöðu
í þessu efni vegna þess, að hér er ekki til nægilega sterk
loftskeytastöð og verður þvi að senda veðurskeytin héðan
með sæsímanum, eign Norræna ritsímafélagsins. — Hvert
ríki hefur ákveðinn senditíma og taka við hvert af öðru í
fastri röð. Veðurathuganir fara fram samtímis: kl. 6 f. m.
kl. 12 og 5 e. m., þegar talið er eftir ísl. meðaltíina. Hér
á Veðurstofunni eru nú tekin skeyti frá þessum löndum
að morgninum frá 6,30 til tæplega 8: Danmörku 5 stöðvum,
Sviþjóð 14 st., Noregi 17 st., þar á meðal skeyti frá Jan
Mayen, Spitzbergen og Bjarney. Auk þess skeyti frá Norð-
urlandaskipum á leið yfir Atlandshafið. Þá eru skeyti frá
17 st. brezkum auk skeyta frá íslandi, Azoreyjum, Færeyj-
um og skipum á Atlantshafi. Loks koma skeyti frá N-Ameríku
send frá Eiffelturninum í París, en því miður eru margir
dagar, sem þessi skeyti eru ekki send og koma þau því
eigi að svo miklu liði við veðurspárnar sem ella mundi.
6