Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 132
SkirnirJ
Tyrkja-Gudda.
125
Fleiri eru sögurnar, sem hér er getið að framan, með
þeim ýkjublæ, að varla verða teknar gildar sem heimildir
(um tófuna, hrísköstinn, passíu-sálmana). Og þó að það
sé nauðalítið, sem vér vitum með vissu um Guðríði, er
það betra en slíkar sögur.
IV.
í bréfabók Gísla biskups Oddssonar er upphaf á bréfi
með þessari fyrirsögn: »Bréf Guðríðar Símonardóttur úr
Tyrkeríinu til hennar manns. Kom mér í hönd lbdð.a1)
Líklega hefur Guðríður ekki ritað þetta bréf með eigin
hendi,2) og mikið af því, sem nú er varðveitt, er ekki nema
inngangur í viðhafnarmiklum bænarstíl. Hún biður fyrir
manni sínum og þakkar honum alla velgerninga, trú og
dyggð, er hann hafi auðsýnt sér »sem einn trúlyndur ekta-
maður,« og síðan víkur hún að högum sínum: »En það,
sem er að tala um mína aumu æfi er hið fyrsta, að eg
hjari, einkum fyrir guðs náð og sérlega velgerninga, ver-
andi hér í Barbaríe og í einum tyrkneskum stað, sem heitir
Arciel,3) hjá einum Tyrkja, er mig keypti með það fyrsta
og mína barnkind, hvað að mig gerði bæði að hryggja og
gleðja í mínum hörmungum, og undir þessu drottins mak-
lega álagða hrísi og krossins þunga hryggðist eg og særist
daglega að vita hann í þvílíkri neyð og háska, sem oss er
upp á lagt vegna vorra synda. En eg gleðst í guði og í
því nokkurn part-------------« [hér vantar í bréfabókina og
þrýtur því brotið].
En þó að vér kynnumst hér ef til vill ekki orðalagi
Guðríðar, kynnumst vér hugarfari hennar og fáum nokkurar
fregnir af henni. Hún hefur verið með dreng sinn með sér
(eða vanfær), þegar henni var rænt, og hefur sami maður
keypt þau bæði, undir eins og fangarnir voru seldir, og
þau verið hjá honum síðan. Ræktarsemi hennar til Eyjólfs
skín út úr bréfinu og Iýsir sér í því, að hún skuli yfirleitt
1) Tyrkjaránið, 419—21.
2) í bréfabókinni er vitanlega ekki nema eftirrit.
3) o: Algier.