Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 95
Skírnir]
Alexander Sergejevitsj Púsjkín.
93
Kona hans aftur á móti elskaði glaum og gleði, skraut
og skemmtanir. Henni leiddist skáldskapur Púsjkíns. Og
þó að Púsjkín hefði talsverðar tekjur bæði af eignum sín-
um og ritum, átti hann stundum erfitt, því að konan
þurfti á miklu fé að halda, og honum sjálfum var ekki
lagin sparsemin. Hana langaði mikið til að komast að
hirð keisarans. Og við hirðina voru líka ýmsir, sem lang-
aði til að komast í nánari kynni við þessa töfrandi, fríðu
konu, sem áreiðanlega kynni að meta allan þann gleðskap,
sem þar var að fá. Þegar svo Púsjkín kom aftur til St. Pét-
ursborgar úr ferðalagi sínu um Austur-Rússland, gerði
keisarinn hann að kammerjunker, og var altalað í höfuð-
borginni, að þetta hefði verið gert til þess að láta frú
Púsjkín fá aðgang að hirðinni.
Púsjkín var gramur út úr því að fá titilinn, en, keis-
arinn vildi ekki heyra annað en að hann tæki hann að sér,
°g var hinn ástúðlegasti, lét t. d. prenta á sinn kostnað
b°k Púsjkíns um uppreisn Púgatsjevs. En þessari nýju
stöðu fylgdu ýmsar hirðmannaskyldur, og Púsjkín dauð-
leiddist að þurfa að vera viðstaddur við ýms tækifæri,
bar sem í rauninni ekkert var að gera, sem vit væri í.
Hann sofnaði af leiðindum á dansleikum, meðan konan
bans var að dansa. Hirðmennirnir kepptust um að reyna
a8 koma sér í mjúkinn hjá henni, og það svo áberandi,
uð einu sinni á keisarinn að hafa varað hana sjálfa og
ráðið henni að gæta sín betur. Hún sagði Púsjkín frá sam-
talinu, en hann þakkaði keisaranum og sagði, að keisar-
tnn sjálfur væri einasti maðurinn við hirðina, sem gæti
tekið hana frá sér, og að hann í fyrstunni hefði verið
hálfhræddur um að hann myndi gera það. Við þetta bætt-
ist að Púsjkín komst að því, að Beneckendorf lét hafa
gætur á honum, og að jafnvel bréf hans til konunnar
v°ru opnuð af leynilögreglunni. Loks þoldi Púsjkín ekki
mátið lengur og bað keisarann um lausn, en því var neit-
a8> og þótti keisaranum Púsjkín sýna vanþakklæti fyrir
náðina. Eins og til að hugga hann, fékk hann leyfi 'cil