1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 11

1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 11
7 1. MAÍ Á Spáni er gert út um framtíð Evrópu. Hugir flestra manna, sem komnir eru til vits og ára, eru nú meira eða minna bundnir við styrjöldina á Spáni. Þeir vita sem er, að lyktir hennar munu hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir framtíð Evrópu. Ein höfuðástæðan fyrir því, að upp- reisnin var hafin gegn stjórninni, var sú, áð hún beitti sér fyrir því að taka hluta af löndum aðalsmanna og kirkj- unnar, sem réði yfir öllu jarðnæði, og skipta upp á milli sveitaalþýðunnar, og gefa henni með því tækifæri til þess á friðsaman og farsælan hátt fyrir land og þjóð að afla sér lífsviðurværis. Þetta þoldi aðallinn ekki. Liðsforingjarnir í hernum, sem næstum voru ,eins margir og hermennirnir, voru synir aðals- manna, iðjuleysingjar, sem höfðu ver- ið titlaðir vegna feðra sinna, efndu nú til uppreisnar gegn stjórninni, og leigðu sér til aðstoðar nokkur þúsund blökkumenn frá Afríku. Uppreisn þeirra væri nú fyrir löngu bæld niður, ef ítalir og Þjóðverjar hefði ekki sent þeim liðsauka, og með því hefir hinn fasistiski glæpalýður gert Spán að blóðvelli fyrir hina nýju landvinninga sína í Evrópu, og beitir nú spanska alþýðu þeirri alkunnu grimmd og villumennsku, sem einkenn- ir þessa siðlausustu stefnu 20. aldar- innar. í eftirfarandi greinum og tilvitnun- um lýsir kanadiskur læknir og frétta- ritarar enskra blaða (einnig íhalds- þlaða), sem dvalið hafa á Spáni, fram- ferði þessu. Er þetta mjög fróðlegt til samanburðar við frásagnir Morgun- blaðsins frá Spánarstyrjöldinni. Tvennskonar siðferðishugmyndir. Þær grundvallarreglur, sem stjórn- in annars vegar og uppreisnarmenn hins vegar fylgja í meðferð hertek- inna manna, sýna ljóslegast þaím reg- in-mismun á siðferðishugmyndum þessa tveggja aðila, sem berjast í borg- arastyrjöldinni á Spáni. Siðferði stjórnarinnar. í blaði stjórnarinnar, Politica, tekið upp í the Times (einu íhaldsblaði Eng- lendinga), 24. ágúst 1936: ,,Látið hertekna menn mæta rétt- læti frá hendi lýðveldisins, látið víkja til hliðar alla löngun til hefnda, allar aftökur án dóma og misþyrmingar á föngum. Munið, að við berjumst fyrir frelsi og réttlæti". Siðferði uppreisnarmanna. The Times, 28. ágúst 1936 : „General de Llano tilkynnti í dag, að hann hefði gefið skipun um, að fimm meðlimir kommúnistafjöl- skyldu einnar skjddu skotnir til hefnda fyrir fasista, sem drepinn var. Við höfum strikað orðið með- aumkun út úr orðabókum vorum, bætti hann við“. Daily Herald, 13. nóv. 1936: „Prestur skotinn af uppreisnar- mönnum.

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.