1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 20

1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 20
1. MAÍ 16 ins hafa verið háðar þýðingarmeiri deilur eða sýnd meiri fórnfýsi og áhugi en einmitt þá, þó árangurinn eyðilegð- ist vegna klofningsstarfseminnar. En eftir sambandsþing 1930 skiptir um, þá verður þróun sambandsins ekki lengur ,,hægfara“, þá tekur hún ,,stökkbreytingum“. Hinn geysilegi og öri vöxtur, sem síðan hefir orðið, sést vel á línuritinu og talar sínu máli. Og hvað gerðist svo á sambandsþinginu 1930? Þá var tek- in upp ný stefna og síðan nýtt starf. Ný lög voru þá samþykkt fyrir sam- bandið, sem haldist hafa óbreytt síð- an. Um lögin hefir verið deilt, einkum 17. gr. þeirra. En ,,af ávöxtunum skul- uð þér þekkja þá“. Það er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt, að mátt- ur alþýðusamtakanna hefir aukist svo stórkostlega á öllum sviðum þjóðlífs- ins þessi síðustu 6 ár, að þeir, sem að- stöðu hafa til að bera saman það, sem var þá, og það, sem er nú, gætu álit- ið, að þeir hefðu séð kraftaverk ger- ast. Og svo er í raun og veru. Krafta- verk einingarinnar hefir gerzt, krafta- verk samheldninnar. Og er það ekki einmitt hin margumdeilda 14. gr. sam- bandslaganna, sem m. a. hefir skapað hana? Sambandsþingin hafa ekki eytt tíma sínum í deilur og sættir og deil- ur á ný. Nú hafa þau starfað og starf- að vel. Og starfið hefir borið árangur, — aukningin úr 36 í 100 félög talar sínu máli. Og enn á súlan eftir að hækka, — hvað mikið vitum við ekki enn, og það ,er líka undir okkur sjálfum komið. Það hefir verið endurtekið svo oft, að mörgum hættir við að láta það sem Hvert stefnir? Nú vígbúast þjóðir, og váglegar en fyr í vargi og náhröfnum lætur. Vopn eru smíðuð, smágerð og stór, í smiðjunum daga og nætur. Mennirnir sveitast við morðtóla ge.rð, og mannviti stríðsguði fórna. Það hljóta að vera hin eyðandi öfl og óvitar, þessu sem stjórna. Mannkynið stendur sem mergsogið tré, og maðkarnir ræturnar naga. Það fárviðra bíður með flakandi sár, en fegrar ei komandi daga. Því er ekki anzað, þótt biðji um brauð börnin, er sulturinn þjáir. Það er aðe.ins hending, ef friðland þú færð, sem friðinn og kærleika þráir. En þitt er það, æska, að byggja þar borg, sem blómknappar friðarins gróa. Og þitt er að jarðsyngja afturhaldsöfl, þá anda, er verðmætum sóa. Ég skora á þig, æska, að vanda þinn veg, og verðir þú græðari sára, jafnrétti’ og kærleikur beini þér braut frá brotsjóum komandi ára. Aðalsteinn Halldórsson frá Litlu-Skógum. vind um eyrun þjóta, að „eining er afl“, og þó eru það þau orð, sem bæði í gleði hátíðardagsins okkar og bar- áttu virku daganna þurfa að vera ekki aðeins „rituð á blað“, heldur rist inn í allra hjörtu. S. J.

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.