1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 21

1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 21
17 1. M.AÍ Verkamannabústaðirnir. Það er eingöngu Alþýðuflokknum að þakka, að verkamannabústaðir með nútímaþægindum hafa, með samtök- um alþýðunnar sjálfrar, verið reistir í stærstu bæjum landsins, fyrst og fremst í Reykjavík. Upp úr húsnæðis- vandræðum stríðsáranna og húsaleigu- okri reis krafa Alþýðuflokksins, fyrst um hámarkshúsaleigu, þá var stofnað byggingafélag, er reisti húsin á Berg- þórugötu, sem því miður voru byggð á dýrasta tíma og ekki með nauðsyn- legum þægindum. Þá kom krafan um að bærinn byggði verkamannabústaði, sem íhaldið neitaði algerlega. Loks bar ég fram fyrir hönd Alþýðuflokks- ins á þingi 1928 frumvarp til laga um verkamannabústaði, sem svo árið eft- 'ir, 1929, með sérstökum samningum við Framsóknarflokkinn var samþykkt og varð að lögum. Samkvæmt þessu frumvarpi var stofnaður bygginga- sjóður, sem ríki og bær leggja fé til og auk þess tekur lán, en þessi sjóður lánar svo aftur bæjarfélögum eða byggingafélögum 85 % af kostnaðar- verði húsanna til að reisa þau og selja aftur alþýðu manna, er leggur fram 15 % og eignast húsin á 42 árum með 5 % vöxtum og afborgun (fyrst 6 %). Lög þessi kostuðu mikla baráttu við íhaldið í þinginu, sem spáði öllu illu um framgang þessara mála, en reynsl- an hefir sýnt, að Alþýðuflokkurinn einn fann rétta lausn mála þessara og framkvæmdi síðan verkið. Þegar í apríl 1930 stofnuðum við Eftir Héðinn Valdemarsson. Alþýðuflokksmenn Byggingafélag al- þýðu (þá: verkamanna) í Reykjavík og samskonar félög úti um land á því ári og síðar. Þetta félag hefir byggt alla verkamannabústaðina hér í bæ, 172 að tölu, og auk þess á það 5 búð- ir, sem það leigir, og lestrarsal fyrir íbúana. Byggðar hafa verið þrisvar — 1932—’'33, 1934—’35, 1936—’37 — stórar sambyggingar í Vesturbænum, og er hinar síðustu íbúðir verða til- búnar nú í maí, munu búa 1100—1200 manns í húsum Byggingafélags al- þýðu. Verkamannabústaðir þeir, sem nú hafa verið reistir, hafa kostað nær 2 millj. kr. og eru framlög félags- manna þá nær 300 þús. kr. Allar íbúð- irnar eru 2 og 3 herbergja íbúðir með baðherbergi, vatnssalerni, rafmagns- ljósi og eldavélum, sameiginlegri mið- stöð, sem félagið kyndir, og öðrum nútímaþægindum, geymslu, þvotta- og þurkherbergjum og barnaleikvöllum. Eigendurnir hafa greitt í meðalíbúðum 2 herbergja 51 kr., en 3 herbergja 68 kr. á mánuði, og eru þá innifaldir vextir, afborgun, kynding, viðhald utanhúss, lóðarleiga og fasteignagjöld. Mun óhætt að segja, að þetta sé ekki meira en helmingur venjulegrar húsa- leigu sambærilegra íbúða og þó eign- ast menn íbúðirnar smámsaman. Samtök eru máttur. Það hefir Al- þýðuflokkurinn sýnt í lausn bygginga- málanna. En þó verður enn meira að gera. í Byggingafélagi alþýðu eru nú yfir 500 meðlimir. Krafa Alþýðu-

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.