1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 23

1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 23
19 1. MAÍ Tvennskonar stefna í byggingarmálum alþýðu. Pólar íhaldsins eða nýtizku verkamannabústaðir Eftir Guðmund Pétursson. Baráttan fyrir bættum húsakynnum íslenzkrar alþýðu við sjávarsíðuna er tvímælalaust einhver merkasti þáttur- inn í sögu Alþýðuflokksins, og hvergi hefir flokknum orðið eins vel ágengt eins og í því máli, en þó ber að taka flokksins er sú, að Byggingas jóður taki nægileg lán til að Byggingafélag alþýðu geti reist, ekki 172 íbúðir á 6 árum, heldur 75 íbúðir á ári, eða byggi yfir um 500 manns árlega. Hús- næðisþörfin er brýn, fólksf jölgunin ör og vinnunnar er full þörf bæði fyrir verkamenn og iðnaðarmenn, en bezt koma byggingar að gegni með því að aukningin verði jöfn árlega og atvinn- an jöfn. Alþýðuflokkurinn mun beita sér áfram fyrir framgangi þessara mála af alefli, að loknum þingkosningum. En auk þess er nauðsyn, að bærinn byggi yfir þá, sem ekki geta lagt fram fé og vinnu í framlög, 1300—1600 kr. á íbúð, byggi fyrir fátækasta hluta al- þýðunnar. begar íhaldið hefir verið sigrað, við næstu bæjarstjórnarkosn- ingar, verður það gert. Takmark Alþýðuflokksins er, að koma byggingamálum Reykjavíkur í það horf, með forustu sinni, að allir bæjarbúar búi í björtum og heilbrigð- um íbúðum með nútímaþægindum. — bað ætti að takast á 10—20 árum. fullt tillit til þess, að jafnhliða því sem flokkurinn hefir haft beina forgöngu í byggingamálum alþýðunnar við sjáv- arsíðuna, hefir hann einnig veitt bygg- ingarmálum sveitanna öruggt liðsinni. Það er ennfremur eftirtektarvert, að í byggingarmálum sveitanna hefir verið meira um mistök en í byggingarmálum kaupstaðanna. Það er vitað mál, að í mörgum tilfellum hefir það komið fyr- ir, að alltof stórar byggingar hafa ver- ið reistar á jörðum, sem engin skilyrði höfðu til að bera uppi svo stórfelldar og dýrar byggingar. Það sanast því hér sem oftar, þegar borin eru saman af- rekin í byggingarmálum sveita og kaupstaða, að miklu veldur hver á heldur. Enginn einn maður hefir unnið jafn mikið og gott starf í þágu byggingar- mála alþýðunnar við sjóinn eins og Héðinn Valdimarsson. Sú forsjála og skynsamlega laga- setning, sem hann beytti sér fyrir á Al- þingi, hefir borið þann ávöxt, að nú þegar hafa verið byggðir verkamanna- bústaðir í Hafnarfirði, á Siglufirði, og Byggingarfélag Alþýðu í Reykjavík er nú, þegar þetta er skrifað, að ljúka við að byggja 72 íbúðir. En H. V. er sem kunnugt er, formaður þess og hefir verið það frá því félagið var stofnað. Til að byrja með sætti félagið sí- felldum árásum af hálfu' íhaldsblað-

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.