1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 24

1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 24
1. MAÍ 20 anna hér í bænum, og alveg sérstaka áherzlu hafa þau lagt á að afflytja H. V. og allt hans starf í þessum málum. En íhaldið er alltaf á eftir tímanum. Byggingarfélag Alþýðu er í stöðugum vexti, og nú er svo komið, að þorri reykvískrar alþýðu lítur á félagið sem sterkasta aðilann til að bæta úr hús- næðisþörfinni. Það má því vissulega gera ráð fyrir því, að það hljóti óhjá- kvæmilega að verða krafa almennings að félaginu verði séð fyrir nægu starfs- fé í náinni framtíð. Því má heldur ekki gleyma, að gerð- ar hafa verið tilraunir til að draga úr afli félagsins, og er sú saga of kunn til þess að hún verði rakin hér til fulls. En aðalatriði hennar eru þau, að nokkrir íhaldsmenn, sem engan áhuga höfðu haft fyrir byggingarmálum, ruku upp og stofnuðu byggingafélag, skömmu eftir að Byggingafélag. al- þýðu hafði byggt fyrstu byggingar sínar. Var ætlun íhaldsmannanna, að byggja þægindalaus smáhýsi í útjöðr- um bæjarins, með fiskreitum kringum húsin. Þó gengið sé alveg fram hjá því, að þessi íhaldshugmynd fæddist á þeim tíma, þegar draga tók úr sölu saltfiskjar og fleiri stórar fiskþurkun- arstöðvar voru ónotaðar, þá er ekki hægt að ganga fram hjá því, að þessi tilraun hlaut að draga stórlega úr fjár- hagslegri getu Byggingafélags alþýðu, og þessi fáránlega hugmynd íhaldsins í byggingamálum alþýðunnar hefði sennilega eyðilagt með öllu þann áhuga, sem búið var að vekja hjá al- menningi af Byggingafélagi alþýðu. En hættan er ekki liðin hjá, íhaldið mun ábyggilega reynast trútt sínum gömlu hugsjónum, ef það fær bolmagn til. Það vill svo vel til, að nú eiga að fara fram kosningar 20. júní n. k., — meiri hluti Alþýðuflokksins í þeim kosningum tryggir fullan starfsfrið fyrir Byggingafélag alþýðu. Þess ætti alþýðan í Reykjavík að minnast, er hún gengur að kjörborðinu. G. P.

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.