1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 25

1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 25
21 1. MAI Samtökin skapa ný lífsskilyrði. Fyrstu árin eftir heimsstyrjöldina voru meiri fiskigöngur hér við land en áður hafði verið. Þá var verð á salt- fiski (þorski) all-hátt og þótti það þá mjög arðvænlegt að mynda félög til togaraútgerðar, því að þeir þóttu þá mjög afkastamiklir, miðað við önnur skip. Það hafði líka sýnt sig, að á stór- um svæðum kring um land var hægt að vita fyrirfram, á hvaða tíma þar voru mest uppgrip af þorskinum. Þá var það helzt að vorinu til, að togar- arnir fóru kring um land til að leita að þorski. I þessari leit fannst hið auð- uga fiskimið ,,Halinn“ við Isafjarðar- djúp. Það var um vorið 1924, að skip, er voru að toga út með djúpinu, lentu þar í mikilli fiskigengd á 80—90 faðma dýpi. En þorskurinn var þar ekki einn á ferð, eins og á Selvogs- banka, þar sem hann hélt si g á hrygn- ingarsvæðunum. Þarna fylgdi ógrynni af blóðrauðum fiski, sem okkur sjó- mönnunum var þá ekki mjög vel við, vegna þess að beinin í honum voru svo hörð, að iðuglega stungust bakugga- bein hans inn úr gúmmístígvélunum okkar og það kom fyrir, að beinin stóðu föst í fótum eða höndum. Varð þá sá, er fyrir varð, annaðhvort að láta steinolíu í stunguna eða eiga á hættu að fá ígerð. Og það kom fyrir, að menn fengu blóðeitrun, ef stungan var látin eiga sig. Þessi fiskur var nefndur karfi. Einnig kom það fyrir, að hann væri kallaður Bolsi, vegna þess hvað hann var rauður. En okkur sjómönnunum var þó sérstaklega illa Eftir Sigurð Ólafsson. við þennan fisk vegna þess, hvað feikna erfiði hann jók okkur. Sólar- hring eftir sólarhring mokaði botn- varpan upp 5—14 vörpupokum eftir 10—20 mínútna tog og aðeins 2 pok- arnir var þorskur, hinu urðum við að moka fyrir borð aftur. Fyrst voru not- aðar vanalegar skóflur, en eftir lítinn tíma höfðu skipverjar ekki við á milli þess að varpan var tekin inn. Var þá tekið það ráð að búa til sérstök op á lunninguna fram í fiskikössum, svo að hægt væri að ýta honum út jafnóðum, og var sjó dælt í hrúguna til þess að fljótlegra væri að koma honum fyrir borð. Þeir hásetar, sem ekki voru við flatninguna, hömuðust eins og þeir ættu líf sitt að leysa við að koma karf- anum fyrir borð áður en nýjar birgðir komu, og hefi ég aldrei á æfi minni orðið þreyttari við nokkurt verk en við að ryðja karfanum aftur í sjóinn. Það var eins og uggarnir festur alls- staðar. Þó að maður notaði á hann sjó, þá var það aðeins í veltingi, að það kom verulega að gagni. Liti maður út fyrir borðstokkinn, var sjórinn allur rauðflekkóttur af karfa. Yfir þessum breiðum voru stórar hjarðir af sjó- fuglum, sem auðsjáanlega þrifust vel af þessu æti, sem þeim var fært á svo fyrirhafnarlítinn hátt. Þrátt fyrir þennan austur af þessari fisktegund, virtust eigendur skipanna alveg hugsunarlausir um að láta rann- saka, hvort hér væri ekki um auðlind að ræða. Nei, aðeins eftir forskriftinni. Ekkert nýtt. Allt eftir öðrum. Aðrar

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.