1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 27

1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 27
23 1. MAÍ tíðina. Þeir hófu rannsóknir á því óþekkta. Þeir fóru nýjar leiðir. Ekki með það sjónarmið, að auðga einstaka menn, heldur það, að skapa lífsmögu- leika fyrir landsmenn alla. Eftir að ríkisstjórn hinna vinnandi stétta hafði setið ár við völd — eða um haustið 1935, fékk hún togara til að fiska, .eingöngu karfa. Þessi tilraun sýndi þá strax, að hér gat verið um mikla möguleika að ræða, bæði fjár- hagslega og atvinnulega séð, og í stað þess að verksmiðjan á Sólbakka hefði ekki verið starfrækt 1935, ákvað rík- isstjórnin að kaupa karfa af togurum allt sumarið 1936, í verksmiðjuna, til þess að auka með því atvinnu í landinu. Og hvað skeður? Eftir að ríkisstjórnin hafði sýnt fram á möguleikana með rannsóknum og til- raunum sínum, þorðu útgerðarmenn fyrst að leggja út í að hirða karfann. Og árið 1936 gengu 3—4 togarar allt sumarið á karfaveiðar, en alls tóku 18 togarar með 487 manna áhöfn þátt í þessum veiðum í samtals 1180 út- haldsdaga eða að meðaltali 65út- haldsdag á hvert skip, og fiskuðu sam- tals 32334 tonn af karfa, auk 1700 tonna af þorski og öðrum fiski. Verðið á karfalýsi og mjöli seldist fyrir hærra verð en síldarmjöl og lýsi, og verðmæti karfaafurðanna hafa ver- ið talin um 2 milljónir króna 1936. I vinnulauri í landi greiddu ríkisverk- smiðjurnar 300 þús. krónur, og um 600 þús. krónur til veiðiskipa fyrir karfa. Með þeirri tilraun sem gerð var ár- ið 1935, hafa sem svarar, allur tog- araflotinn lengt úthaldstíma sinn um einn mánuð árið 1936. En hér má ekki íáta staðar numið, ótal verkefni bíða og möguleikarnir eru óteljandi, ef vilji og áræði verkalýðsins er samtaka um að skapa sér lífsmöguleika. Höfuð- krafan er, að togaraflotinn verði end- urnýjaður með fullkomnum tækjum, sem geta hirt og unnið allt sem fisk- ast á skipið. Þá fyrst skapast mögu- leikar til að verkamenn og sjómenn, sem skapa verðmætin, fái notið þeirra. En því aðeins geta þeir búist við að fá erfiði sitt borgað, er að taka virkan þátt í lþggjöf landsins, því hvað stoðar það þig, þó þú náir háu kaupgjaldi með verkalýðssamtökum, ef þú skipt- ir þér ekki af löggjöfinni eða greiðir þeim flokkum atkvæði, sem vilja svifta þig og verklýðssamtökin öllum áhrifa- rétti um skiptingu arðsins og vinnunn- ar. •— Mundu það, að varalögreglan og vinnudómslöggjöfin hangir enn yfir höfði þér, ef þú ert ekki á verði. ■— Mundu það, að verklýðssamtökin hafa verið verndari þinn í lífsbaráttunni, og frelsað þig undan kúguninni. Fyrir samtökin fengum við vökulögin, hafn- arfríið, slysatryggingarnar, sjúkra- tryggingarnar, verkamannabústaðina o. m. fl. Líttu á myndina sem hér fylg- ir, hún er talandi tákn um framtíðina. Verkalýðurinn verður sjálfur að skapa sér lífsskilyrðin með samtökum sínum, þá mun þjóðinni vel farnast. Alþýðan öll í einumflokki

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.