1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 29

1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 29
25 1. MAl Pappírinn, sem sagði alltaf sannleikan. Aldrei hafði nokkur uppfynding vakið þvílíka eftirtekt, sem uppfynd- ing prófessors Sekúríusar. Þessi lærði maður hafði gert margar þýðingar- miklar náttúrufræðilegar uppfynding- ar, sem þó ekki voru útbreiddari en það, að hann hafði gefið af þeim nokk- ur ókeypis sýnishorn, þegar honum tókst að gera uppfyndingu, sem átti eftir að setja nafn hans á allra varir. Umtalið byrjaði nieð fyrirlestri, er Sekúríus hélt á þingi efnafræðinga í Máinz. ,,Þið þekkið allir eiginleika Mimo- senplöntunnar, sem mætir sérhverri snertingu með því að draga til sín blöð sín og stilka. Einhverjir á meðal ykk- ar þekkja ef til vill fræðirit mitt í átta bindum um Mimozen-plöntuna. Ég fyrirverð mig að segja, að það er það þýðingarmesta, sem fundið hefir verið upp á síðustu árum. En þrátt íyrir það hefir einn starfsbróðir minn viljað ’skýra þetta rit mitt með orðunum: „Pappírinn er þolinmóður“. Ég vil ekki veita þessum dóna þann heiður að nefna nafn hans“. Nú var ákafur órói í salnum, því að það er ekki von á, að menn gleðjist yfir svona móðgunum, þegar þeir vita ekki hver á sneiðina. Það heyrðust margar raddir, sem hrópuðu: „Segðu hver þetta er“. En Sekúrílus gerði það því miður ekki, en hélt áfram: „Pappírinn er þolinmóður? Þið verðið heldur að segja: Pappírinn var þolinmóður. Því að einmitt þessi niðr- andi ritdómur varð til þess, að ég fór að hugsa um uppfyndinguna á hinum óþolinmóða pappír. Úr hverju býr maður til pappír? Úr plöntum. Er Mi- mosen ekki planta? Hvað lá nær en að búa til pappír úr Mimosen, pappír, sem er nákvæmlega eins næmur eins og plantan?“ Til þess að gera orð sín enn þá áhrifameiri, þagnaði hann augnablik. Þögnin var rofin af frammíköllun fundarmanna: „Kjánaleg hugmynd". „Og tilraunir mínar heppnuðust. Eftir þrotlausar tilraunir hefi ég búið til hinn óþolinmóða pappír, sem er dá- samlegri en allur annar pappír, og af- hjúpar hverja lygi með því að verða rauður. Þið trúið mér ekki, en ég skal sanna það. Hér sjáið þið blað af mín- um Mimosen-pappír; tilsýndar lítur hann út eins og hver annar pappír. Ég skrifa nú á hann: 2x2 = 4 Þið sjáið að það gerist ekkert. En nú skrifa ég: 2X2 = 5 Og . . . .“ Dynjandi lófatak fékk hann til að nema staðar. En á staðnum, sem talan 5 var, varð pappírinn rauður. Margendurteknar tilraunir sönnuðu undrunina. Það var skrifað: „Goethe var frægur hnefaleikameistari í þyngstu vigt“, „síldin er spendýr“, „kona Alexanders mikla hét’ Greta Garbo“ — aldrei sveik hinn óþolin- móði pappír.

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.