1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 33

1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 33
29 1. MAÍ an verði betur launuð, svo að verka- maðurinn verði meira virtur en nú, svo að fátæktin og eymdin hverfi. Því það getur hvorki verið skynsemi eða rétt- læti eða lífshamingja í því fólgin, að fáeinir menn hafi langtum meira en þeir þurfa, og allir hinir Jangtum minna en þeir nauðsynlega þurfa. Tak- markið hlýtur þó að vera þjóðfélag, þar sem allir sem vilja vinna, geti lif- að, án þess að þurfa að kveljast af á- hyggjum um afkomuna, þar sem þeir sem framleiða auðinn með vinnu sinni hafi líka yfirráð auðsins í sínum hönd- um, þar sem hver maður er metinn eft- ir eigin manngildi, en ekki eftir þyngd buddunnar, þar sem grimmdin við smælingjana er ekki lengur til, og sér- gæðisþótti og hroki eignamannanna þekkist ekki lengur, þar sem göfug- ustu og glæsilegustu hæfileikar mann- anna fá að njóta sín, en kafna ekki niður í órækt umkomuleysisins. Eitthvað á þessa leið lítur verka- lýðshreyfingin á þjóðfélagsmálin. — Þetta er takmark baráttu verkamann- anna. Þetta er meðal annars tilgang- urinn þegar verkalýðurinn myndar verkalýðsfélög og jafnaðarmannafé- lög, og þetta verða líka konurnar að skilja, taka tryggð við, berjast fyrir, svo sannarlega sem þær vilja sjá hag sínum og sinna borgið, svo sannarlega sem þær vilja vera hugsandi, skiln- ingsgóðar og tilfinninganæmar konur, svo fnamarlega sem þær vilja ekki bregðast sinni eigin stétt. Því það verðið þið að muna, alþýðu- konur, að fyrr en þið verðið með og hjálpið til, er ekki hægt að byggja það þjóðfélag, sem við öll viljum að komi, þjóðfélagið þar sem réttlætið býr. Dagný. fl®|i|§!Í|sssS' g§tlg ^ 1 ÍiiÍP “ííííí:;:::: . -'v: -v V . V - 'V Wv^V:::V::::::::.:::: „ f * ► Úrvalslið alþýðufylkingarinnar í Barcelona

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.