1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 34

1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 34
1. MAÍ 30 Samvinna bænda og verkamanna Það er eigi úr vegi að minnast örlít- ið á þann þáttinn í félagsstarfi verka- lýðsins, sem ofinn er saman við hags- muni bændanna í landinu. Síðastliðin tvö ár hafa þessar stéttir staðið sam- eiginlega að ríkisstjórn fslands. Við kosningar 1934 greiddu þær atkvæði sitt á þá lund, að skýlaust var um vilja þeirra til samvinnu. Þeir þjóðmála- flokkar, sem áttu meginþorra at- kvæða þessara vinnustétta, hlýddu kalli kjósenda sinna, sem rétt var. En nú er samvinnan rofin, ýmsir af þeim fulltrúum, sem bændurnir höfðu valið sér til forvígis, virðast eigi skilja þarf- ir þessara stétta, né heldur nauðsyn þess, að þróun atvinnuveganna hald- ist í jafnvægi. En af hverju er samvinna bænda og verkamanna nauðsynleg og eðlileg? Við skulum athuga það lítilsháttar. Verzlunarhættir þjóðanna eru á þann veg, að hver þjóð reynir að búa sem mest að sínu. ísiand er smáríki, sem engu getur um þokað á því sviði, enda reynist erfitt, þeim sem mega sín meira, að fá afnumin höft og tollmúra, sem sett hafa verið til verndar heima- landinu, eða atvinnuvegum þess. fs- lendingar geta því ekki byggt fram- leiðslu sína á einhæfri útflutningsvöru, hvort heldur sem um ,er að ræða iðn- aðar-, landbúnaðar- eða sjávarútvegs- framleiðslu. Þeir verða jöfnum hönd- um að stunda allar þessar framleiðslu- greinar, jafnt til eigin afnota sem út- flutnings, eftir því sem aðstæður eru til, enginn stjórnmálaflokkur hefir Eftir Guðjón B. Baldvinsson. heldur haldið því fram, að leggja beri niður þessar atvinnugreinar, þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að ýmsu leyti andað köldu til iðnaðarins, og Framsóknarflokkurinn tekið með tóm- læti á sjávarútvegsmálunum. Framleiðsla okkar íslendinga er svo fábreytt, að við þörfnumst mjög mikilla viðskipta við útlönd, þ. e. a. s. óhjákvæmilegt er að flytja inn mikið af erlendum varningi, en til þess að það sé unnt, þarf að vera fyrir hendi nægur gjaldmiðill. Gjaldmiðill skap- ast nær eingöngu fyrir útflutning inn- lendrar vöru. Aðalframleiðsluvörur okkar til út- flutnings hafa á síðustu árum verið sjávarafurðir. Þó að nokkuð hafi ver- ið útflutt af landbúnaðarafurðum, þá mun það eigi hafa gefið þann gjald- eyri, sem landbúnaðurinn sjálfur þarfnast til greiðslu á innfluttum nauðsynjum sínum. Aðalhlutverk landbúnaðarins er því nú að fullnægja innanlandsneyslunni með framleiðslu afurða sinna, og höf- uðnauðsyn til eflingar landbúnaðin- um er því einkum fólgið í -aukinni kaupgetu fólksins við sjávarsíðuna, jafnframt því sem atvinnureksturinn sé færður í nýtízkuhorf, þannig að framleiðslumagn aukist meira en til- kostnaður. Bændum er því lífsnauðsyn að kaup- geta annara starfsstétta sé aukin, og henni sé beint að innlendum fram- leiðsluvörum, en því síðara verður eigi náð á annan hátt en þann, að ríkið

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.