1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 35

1. maí - Reykjavík - 01.05.1937, Blaðsíða 35
31 1. MAÍ hafi sterkt og vel skipulagt eftirlit með utanríkisverzlun landsmanna, þ. e. taki hana í sínar hendur. En hver er þá hagur verkalýðsins að slíkum ráðstöfunum? Græðir hann á því að landið sé ræktað, afurðasala bændanna skipulögð og framleiðslu- magn þeirra aukið meira en fram- leiðslukostnaður? Þessu verður hiklaust að svara ját- andi, svo framarlega sem þess ,er gætt, að verkalýðurinn beri ekki þungann af þessum ráðstöfunum, enda yrðu þær þá bændunum til lítils, andartaksgróða, en til mikils óhagræðis í framtíðinni. Lausn afurðasölumálsins er eigi nema til bráðabirgða, ef hún leiðir af sér þverrandi neyslu verkalýðsins. Rækt- un landsins þýðir aukinn þjóðarauð, en gefur þó því aðeins arð, að ræktaða landið sé nýtt til fulls, og gjörnýting í landbúnaðinum þýðir ekki auknar tekjur fyrir bændur, nema markaður- inn sé tryggur, en það verður hann eigi nema tekjur verkalýðsins séu tryggar. Nú er vitað mál hverjum manni, sem kann að hugsa til hlítar, að at- vinnutekjur og kaupgeta verkalýðsins við sjávarsíðuna byggist á vexti og við- gangi iðnaðar og sjávarútvegs, fyrir því ætti ekki að þekkjast sá nánasar- hugsunarháttur, að berjast einhliða fyrir viðreisn einnar atvinnugreinar á kostnað annarar, eða án hliðsjónar af þörfum hinna, því ef vel á að fara, verður að haldast eðlilegt hlutfall milli atvinnuveganna. Eigi verður séð um að svo takist án íhlutunar og umsjár þess opinbera, vegna þess að einstakling- urinn stendur ætíð sjálfum sér næst, og hefir þar að auki eigi tækifæri á að kynna sér hvers sé mest þörf þjóð- félagslega séð, og í öðru lagi vegna þess, að heilbrigð þróun atvinnuveg- anna verður eigi tryggð nema lána- starfsemin sé sniðin eftir þörfum þeirra, án allrar persónulegrar greið- vikni og utan við öll geðhrif ráðríkra bankastjóra. Sparifé þjóðarinnar er eigi meira en svo, að full þörf er á að atvinnuvegir hennar njóti þess á heilbrigðan og rétt- látan hátt, en gráðugar hítir sérrétt- indafólksins gleypi það ekki að stórum hluta til persónulegra og pólitískra þarfa, miður gagnsamlegra frá sjónar- miði heildarinnar. Hagsmunir verkamanna og bænda eru því fólgnir sameiginlega í bættri afkomu þessara stétta. Frelsi þeirra atvinnulega og menningarlega er í hættu frá árásum sérréttindafólksins, erlendra leppmenna, sem fleyta rjóm- ann af viðskiptum þjóðarinnar, þ. e. stórkaupmönnum og stjórnendum hringa, og frá eignalausum, hálaunuð- um forstjórum og svokölluðum ,,eig- endum" stórra fyrirtækja, er hafa per- sónulega vald á stjórnendum þjóð- bankans, og sölu okkar stærstu út- flutningsvöru, fiskjarins. Meðan þessir fáu einstaklingar ráða fjármálalífinu, þ. e. lánastarfseminni og verzluninni, og meðan þeir ráða stærstu framleiðslutækjunum, togur- unum, þá er erfitt fyrir alþýðu lands- ins að tryggja sinn hlut. Með þessum umráðum gefast burgeisunum tæki- færi á að skapa sér óhæfilegan milli- liðagróða, ráða verðlagi innfluttra vara og útborgun fyrir fisk til smáút- vegsmanna og sjómanna, ásamt því að sitja fyrir um lán hjá lánsstofnunum þjóðarinnar. Þessu verða bændur og alþýða við

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.