Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 9

Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 9
VALSBLAÐIÐ 9 mikla áherzlu á þjálfun knatt- þrauta K.S.f. og aðsókn að þessum yngstu flokkum félagsins verið mjög mikil. Hafa 18 drengir þeg- ar hlotið merki K.S.Í., þar af tveir gullmerki og aðrir tveir silfur- merki. En fyrsti ,,gulldrengur“ Vals varð Pétur Sveinbjörnsson (er frá þessu skýrt annars staðar í blaðinu). Er þess að vænta, segir formaðurinn, að piltar þessir eigi eftir að gera garðinn frægan inn- an Vals á knattspyrnusviðinu, er tímar líða. Yfirleitt hefir verið vel mætt á innhússæfingunum, segir formað- urinn, en þó hvað bezt hjá yngstu flokkunum og 3. og 2. fl. hafa líka mætt vel. Frá 1. apríl hafa verið útiæfing- ar að staðaldri, og einnig voru hlaupæfingar í vetur á sunnudög- um, þegar veður leyfði. Hermann Hermannsson hefir stjórnað úti- æfingunum og Murdo einnig verið þar með. 1 vor og sumar munu þeir Sig- urður Ólafsson og Geir Guðmunds- son leiðbeina II. fl., og Haukur Gíslason verður með III. fl. eins og áður, og Murdo með 4. og 5. fl., og með honum verður Gunnar Gunnarsson Eitt af fyrstu verkum stjórnar- innar var að senda út umburðar- bréf til allra þeirra félaga, sem búast mætti við að vildu fyrst og fremst tilheyra knattspyrnudeild- inni, ásamt tilkynningu um að ár- gjald til deildarinnar yrði, þar til öðru vísi yrði ákveðið, kr. 100.00. Hefir síðan verið unnið að því að gera spjaldskrá fyrir deildina og rukka inn árgjöld. Hefir þessu hvort tveggja miðað vel áfram. Um annað félagsstarf innan deildarinnar gat formaður þess, að flokkarnir hefðu haldið uppi funda- og skemmtistarfi. Þannig hefði meistara- I.- og II. flokkur sameinast um skemmtifundi ann- an hvern föstudag. Þriggja manna nefnd hefði verið kjörin til að sjá um fundi þessa og veitingar hverju sinni. Þarna var svo veitt kaffi, flutt stutt erindi um ýmis- legt varðandi málefni knattspyrn- unnar, sýndar kvikmyndir, og hefði Sigurður Marelsson verið mjög mikil hjálparhella í sam- Meistaraflokkur kvenna. Á síðastliðnum tveim árum vann Árni Njálsson gott verk með því að ná saman og síðan leiðbeina, kenna og þjálfa hinar ungu stúlk- ur, sem nú í vetur hafa vakið athygli fyrir leik sinn. Þegar Árni tók við flokknum var enginn kvennaflokkur í Val. Hann hefur þó ekki annast þjálfun þeirra í vetur, en við tók Þráinn Haraldsson, ungur maður sem lagt hefur mikla alúð við æfingarnar, og haldið áfram þar Jfórjár cif morcjiA íL omaroóum i Vat Sigrún, Svanhildur, Hrefna. sem Árni sleppti, og með þeim árangri sem getið hefur verið, og senni- lega hefur Valur aldrei eignast svo jafngóðan kvennaflokk. Hér fer á eftir skrá yfir leiki flokksins: Valur—Þróttur 12: 6, Valur—Fram 14: 10, Valur—K.R. 6: 9, Valur —F.H. 15 :12, Valur—Víkingur 8 :6, Valur—Ármann 6 :8. „Við vo'rum ein taugahrúga!“ Nokkru eftir að hinn mikið fyrirfram umræddi leikur Valur—Ármann í kvennaflokki fór fram, lagði einn úr ritstjórn Valsblaðsins leið sína í búningsklefa þeirra Valskvennanna, til þess að heyra hvað þær sjálfar höfðu að segja um leikinn. Það þarf ekki að taka fram að það var með sérstakri undanþágu að karlmaður fær að koma í búningsherbergi kvenna, en margur mundi hafa viljað vera í sporum fréttamannsins í það sinn! Þegar talið barst að hinum „fræga“ leik, var auðséð að þeim var mikið meira niðri fyrir en það sem upp kom. Það fyrsta sem kom þegar þær voru spurðar um leikinn og hvernig þeim hafi liðið, var eitthvað á þessa leið: Það var hryllileg líðan. Við vorum ein stór tauga- hrúga. Inn á milli kvað við uss, uss, uss. Lítil stúlka sem hlustaði á og var á æfingunni, sagði góðlátlega: „Því höfðu þið ekki með ykkur taugalækni?“ og þá var hlegið í kór! Hvenær lagaðist svo taugaólgan? Sumar sögðu að hún hefði heldur lagast þegar leikurinn var vel byrjaður, en aðrar sögðu: Þegar leikurinn var búinn! Annars skulum við ekkert vera að tala um leikinn við Ármann, það er langtum meira gaman að tala um leikinn við K.R. skaut ein inn og var brosað að þeirri tillögu!

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.