Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 13

Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 13
VALSBLAÐIÐ 13 BRONZ SILFUR G U L L Átján Valsmenn hafa leyst knattþrautir K.S.Í. í vor --------------------— Fyrsti gulldrengur Vals _________________________j Allt bendir til þess að þegar sé mikill áhugi fyrir því hjá Vals- mönnum að leysa knattþrautir K.S.I., og njóta ungu mennirnir þar leiðsagnar Murdo sérstaklega, sem telur að þrautirnar miði mjög að því að auka leikni ungu drengj- og það þráfaldlega, og þá fyrst og fremst það er að leikni lýtur. Ár- angurinn: Þú verður betri knatt- spyrnumaður, lið þitt verður betra, félag þitt sterkara, knattspyrnan í heild betri, og þér þykir mikið meira gaman að vera með í þessum skemmtilega leik — knattspyrn- unni. Á/cve'öi'ö svæði fyrir þrautirnar ? Því mætti skjóta hér inn, hvort ekki væri hægt að koma fyrir á- kveðnu svæði á Hlíðarenda, sem ætlað væri til æfinga fyrir þrautir þessar, þar sem væru til- búin þau áhöld sem til þarf. Það gæti verið góður samastaður fyrir þá, sem ekki geta verið með þegar of margir eru í liði og skipta verð- ur um leikmenn. Er þetta mál fyrir Vallarnefnd að taka til athugunar og fram- kvæmda, mál sem sennilega hefur meiri þýðingu en margan grunar. anna. Alls hafa 18 drengir leyst knattþrautirnar, 14 brons, 3 silfur og einn gull, sem er sá fyrsti sem fær gullmerki eins og fyrr segir. Þeir sem hafa leyst knattþraut- irnar, sem gefa silfurmerkið, eru Sigurður Gunnarsson, 14 ára, Jón Ágústson, 14 ára, og Hermann Gunnarsson, 13 ára. Þesir leystu bronsþrautirnar: Gylfi Hjálmarsson, 16 ára, Ingv- ar Ingólfsson, 13 ára, Ólafur Ax- elsson, 13 ára, Gísli Már Ólafsson, 13 ára, Jón Óskar Karlsson, 14 ára, Ragnar Ragnarsson, 15 ára, Gunnsteinn Skúlason, 13 ára, Berg- sveinn Alfonsson, 14 ára, Þórir Erlendsson, 15 ára, Magnús Jóns- son, 13 ára, Alexander Jóhannes- son, 12 ára, Karl Harry Sigurðs- son, 16 ára, Geir Þorsteinsson, 15 ára, og Hjalti Guðmundsson, 12 ára. Er ánægjulegt að verða var við þennan áhuga, sem vafalaust á eft- ir, er fram líða stundir, að koma fram í betri leikjum Valsmanna. Þessi góða byrjun gefur fyrir- heit um það, að í haustblaðinu verði hægt að segja frá mörgum piltum sem hlotið hafa bronsmerk- in, leyst hafa silfur-þrautirnar, og fengið hafa gullmerki, Pétri svona til samlætis! Satt að segja munu margir hafa búist við því að Valur myndi verða fyrr í því að eign- ast fyrsta gull- drenginn, en þar er átt við fyrsta drenginn semleys- ir knattþrautir K. S. I., sem veita gullmerki sam- bandsins. Sá sem það gerir kann orðið töluvert fyrir sér í leikni knattspyrnunnar. — Sá ungi pilt- ur, sem leysti þessa þraut í Val, heitir Pétur Sveinbjörnsson og mun vera sá næst yngsti sem leys- ir allar þrautir K.S.Í. Hann var ekki hár í loftinu hann Pétur, þeg- ar hann fór fyrst í Valsbúninginn til að keppa fyrir félagið, aðeins 7 ára og lék þá með f jórða flokki C, og 8 ára var hann gerður að fyrirliða í fjórða fl. B. „Erfiðasta þrautin var að koma knettinum í körfuna“, sagði Pétur brosandi eftir sigurinn um dag- inn. „Ég æfði þetta lengi og af al- úð, en svo kom þetta“. Valsblaðið óskar Pétri, til ham- ingju með þennan áfanga, og vafa- laust á hann eftir að ná mörgum merkum áföngum í knattspyrn- unni á komandi árum.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.