Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 17

Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 17
VALSBLAÐIÐ 17 þoldu ekki lengur mátið, hentust niður úr rimlunum og vildu fá þetta útkljáð, eða ætluðu reyndar að ganga á millj . Leiknum lauk sem sagt með því að einn FH-ingur, sem blandaði sér í leikinn, fékk vel útilátið kjaftshögg, þannig að fór úr kjálkaliðnum og var þar með flautað af. Það hafði eitthvað verið talað um það á eftir að fá Ieikið aftur og áhorfendur höfðu sérstakan áhuga á að fá meira af svona leikjum, en Hallsteinn var ófáanlegur til þess. í liði FH í þessum fyrsta leik fé- lagsins voru: Valgeir Óli Gíslason, Guðjón Sigurjónsson, Eiríkur Sigur- jónsson, Haraldur Sigurjónsson, og Kjartan Markússon. Lið Hauka. Aðal- steinn Egilsson, Stefán Egilsson, Guðmundur Þórðarson, Guðsveinn Þorhjörnsson og Bjarni Sveinsson. Siðan munu Haukar og FH ekki hafa keppt liér í leikfimishúsinu, nema stöku sinnum í yngri flokkunum. Argenlina hefir stöðvað sölu ungra leikmanna úr landi mcð því að samþykkja lög, sem heimila aðeins leikmönnum 29 ára cða eldri að undirrita samninga við erlend knattspyrnufélög. ... r *• .. ..2 * Knatispyriiusamband Argentinu hef- ir nýlega samþykkt að hcrða á refs- ingum fyrir bellibrögð „dirty tricks“ í leik. Nú getur það kostað leikmann allt að 500-700 d. kr. að fremja gróf lagabrot. Valgarð Thoroddsen Á s.l. hausti átti Fimleikafélag Hafnarfjarðar 30 ára afmæli, og sjálfur stofndagurinn var 15. okt. Það var þó ekki fyrr en í byrjun þessa árs sem þeir FH-ingar minntust þessara merku tímamóta að ráði, en þá efndi félagið til mik- ils mannfagnaðar í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði, þar sem saman var kominn hópur góðra gesta og fjöldi FH-inga. Þá kom og út mjög myndarlegt afmælisrit, prýtt fjölda mynda og skemmtilegra frá- sagna frá starfi FH í 30 ár. Fimleikaf élag Haf narf j arðar var, eins og nafnið bendir til, upp- haflega sto.fnað sem fimleikafélag, og hópur ungra fimleikamanna stóð að henni. Fljótlega tók félagið að leggja stund á frjálsar íþróttir, og hefur það átt marga ágæta frjálsíþrótta- menn, og suma sem komist hafa í fremstu röð, menn sem átt hafa íslandsmet, og verið hafa í lands- liði íslendinga. Félagið hefur einnig lagt stund á knattspyrnu og sund. Allt frá upphafi hefur handknattleikur verið leikinn í FH, en lengi vel var ekki nein sérstök áherzla lögð á hann. Hin síðari árin hefur hand- knattleikur verið sú grein sem mesta athygli hefur vakið á Fim- leikafélagi Hafnarfjarðar. Hefur félagið verið forustufélag í þeirri íþróttagrein, og er það ekki sízt fyrir ágæti þess hvað handknatt- leikurinn er kominn á hátt stig, miðað við þá aðstöðu, sem hér er við að búa. Félagið hefur alltáf átt góðum forustumönnum á að skipa, og mun engum gert órétt til þótt sérstak- lega sé nefnt nafn Hallsteins Hin- rikssonar, sem var meðal stofn- enda, og hefur æ síðan verið kenn- arinn, félaginn, og nú síðast skap- ari hins sterka handknattleiksliðs F.H. Formaður FH nú er Valgarð Thoroddsen. Valur þakkar sam- starfið við þetta ágæta félag, og árnar því heilla á komandi tímum. F. H. Knattspyrnan er að vísu ieikur, en hún er einnig alvara. Sá sem ekki leggur sig allan fram til að tryggja liði sínu sigurinn, er ekki hinn rétti inaður, hvorki í félagsliði né iandsliði. Arne Lagernes. OOOOOOO ... svo var það sagan um út- herjann sem fór ihundana 0000000

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.