Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 19

Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 19
VALSBLAÐIÐ 19 ÆFINGATAFLA SUMARIÐ 1 96 □ Frá Skíðadeildmni Mánudagar 5.30— 6.30 ... 5. flokkur 6.30— 7.30 ... 4. flokkur 7.30— 9.00 ... Mfk, 1. fl. 9.00—10.30 ..... 3. flokkur. Þriðjudagar 6.00— 7.00 ..... 5. flokkur 7.00— 8.30 ...... Knattþrautir 8.30— 10.00 .. 2. flokkur Miðvikudagar 6.30— 7.30 ... 4. flokkur 7.30— 9.00 ... 3. flokkur 7.30— 9.00 ... Mfl., 1. fl. Fimmtudagar 6.00— 7.00 ..... 5. flokkur 7.30— 8.30 ... Old boys 8.30— 10.00 .. 2. flokkur Föstudagar 6.30— 7.30 ... 4. flokkur 7.30— 9.00 ... Mfl., 1. fk 9.00—10.30 ..... 3. flokkur Laugardagar 2.00— .3.30 .... 2. flokkur Þjálfarar: Mfk, 1. fl.: Herm. Hermannsson, Murdoch Mc Dougall. 2. fl.: Murdoch Mc Dougall, Geir Guðmundsson, Sigurður Ólafsson. 3. fl.: Murdoch Mc Dougall, Haukur Gíslason. 4. fl.: Murdoch Mc Dougall, Gunnar Gunnarsson. 5. fl.: Murdoch Mc Dougall, Gunnar Gunnarsson. Knattþr.: Murdoch Mc Dougall, Haukur Gíslason, Gunnar Gunn- arsson. Tak |hi dómarann mcð þér! Aage Boe, sem nú er einn af þekkt- ari dómurum Danmerkur, og kom hingað með KFUM-liðinu á vegum Vals og varð mjög vinsæll fyrir fyndni og glaðværð, sagði nýlega þessa sögu: Það var í leik, sem ég dæmdi milli Kaupmannahafnar og liðs úr smærri borgum í Danmörku, að Poul Hansen varð að yfirgefa völlinn, vegna meiðsla, kom lil mín og kallaði: „Ég fer útaf“. f sama augnabliki heyrðist rödd frá áhorfendapöllunum: ,,Tak þú dóm- arann með þér, þá værir þú ágætur“. Þetta kom svo óvænt að ég veltist um af hlátri lengi á eftir. Skilyrði til starfa innan skíða- deildarinnar hafa verið erfið í vet- ur vegna snjóleysis. Stjórn deild- arinnar var búin að vinna mikið og gott verk, að ýmiskonar endur- bótum og lagfæringu á skálanum og var þess albúin að halda þar uppi miklu starfi, en snjórinn, sem allt veltur á, brást að mestu. Um páskana hefir starfsemin í skálanum, að jafnaði, náð há- marki. Undanfarin ár hafa dvalið í skálanum, um páskaleytið, eins margt manna og þar hefir geta rúmast með góðu móti, eða milli 40 og 50 gestir. Hafa þeir lifað þar dag hvern í dýrlegum fagnaði. Farið á skíðum, gengið á fjöll eða skemmt sér við margs konar úti- leiki heima við skálann. Eftir erf- Skrifslofu fyrir félagiS. Sameiginlegur fundur aðalstjórnar og iþróttaliússnefndar var haldinn 4. febr. s.l. þar sem rætt var um rckstur íþróttahússins og viðbótarbygging- una við það, sem nú er kominn vel á veg. í þessari nýbyggingu er ákveð- ið að koma fyrir skrifstofu félagsins. En skrifstofupláss liefir félagið mjög skort undanfarin ár, þar sem stjórn og deildarstjórnir hefðu afdrep fyrir starfsemi sína, fundarhöld og plögg. Auk þess sem þar væri hægt að geyma ýmiskonar muni félagsins, bæði minja- gripi og annað sem félagið á, en hefir verið á lirakhólum með undanfarið, svo legið hefir við l)orð, að slíkt I)æði skemmdist og jafnvel glataðist með öllu. Jólatrésskemmlun. Eins og venja hefir verið þá var jólatrésskemmtun haldin að félags- heimilinu rétt eftir áramótin, fyrir yngri félagana og börn félagsmanna. Var skemmtun þessi, sem lialdin var í byrju janúar, mjög vel sótt og tókst með ágætum. Sigfús Halldórsson tónskáld, sem jafnframt er góður og gamall Valsmaður, átti sinn drjúga þátt í því hversu þarna var skemmti- legt og fjörugt. iði dagsins hefir verið setzt við arininn í hinum vistlega sal skál- ans og efnt til kvöldvöku, með fjölbreyttum skemmtiatriðum, svo sem frásöguþáttum, upplestrum, kveðskap, kvæðiflutningi, söng og hljóðfæraslætti, auk þess farið í ýmsa innanhússleiki. Um síðustu páska dvöldust í skálanum um 30 manns. Skíða- keppnin, þar sem keppt er um inn- anfélags meistaratitil Vals, og hef- ir svo verið um árabil, féll niður að þessu sinni af framangreindum ástæðum og skíðaferðir að mestu. En skálabúar gengu á fjöll og efndu til kvöldvöku, með líku sniði og tíðkast hefir, og reyndu yfir- leitt að gera sér dvölina eins skemmtilega og kostur var á. Áramóladanskeikur. Knattspyrnudeildin gekkst fyrir áramótadansleik i Breiðfirðingabúð. Var dansleikur þessi mjög vel sóttur og fór í allastaði fram með mikilli prýði og var deildinni til hins mesta sóma í hvívetna. fSáoleg g ing ar í!l Hér fara á eftir heilræði sem munu örugglega duga ef þú vilt að félag þitt veslist upp og deyi. 1. Farðu ekki á fund ef veður er vont. 2. Gerðu ekkert sjálfur, en gagn- rýndu það sem aðrir gera. 3. Tak þú ekki við kjöri í trúnaðar- störf, né nefndir í félagi þínu. 4. Talaðu ckki á fundum, það er alltaf tækifæri seinna til að leysa frá skjóðunni. 5. Greiddu ekki ársgjaldið nema búið sé að krefja þig um það tvisvar eða þrisvar. 6. Kvarta sí og æ yfir því að árs- gjaldið sé of hátt. 7. Tak l)ú vel eftir mistökum for- manns og félagsstjórnar. Frá félagsstarfinu

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.