Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 6

Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 6
2 VALSBLAÐIÐ og spilanefnd, ritnefnd Valsblaðsins og jólatrésfagnaður félagsins. Síðari kaflinn, um störf deildanna, er fyrst skýrt frá meginþáttum í starfi knattspyrnudeildarinnar, en formaður bennar er Ægir Ferdin- andsson. Samkvæmt skýrslu stjórnar hennar, sem fram var lögð á aðal- fundi deildarinnar 26. okt. s. 1. er getið æfinga og þjálfunar, fundar- Aðalstjórn Vals. Talið frá vinstri: Páll Guðnason, Valgeir Ársælsson, Sveinn Zoiiga, forni., Einar Björnsson, Gunnar Vagnssoo. Ljósm. Sveinn Þormóðsson. .Áa (jtuiílnr Knattspyrnufélagsins Vals 1960 Hinn 16. nóvember s. I. var aðal- fundur félagsins háður í félagslieim- ilinu að Hlíðarenda. Fundarstjóri var Frímann Helgason en fundarritari Valgeir Ársælsson. Fundarsókn var ágæt, umræður almennar og ein- drægni og ábugi ríkjandi. Skýrsla stjórnarinnar var lögð fram fjölrituð, svo sem verið hefir undan- farin ár. Tekur skýrslan til megin- þátta í starfi aðalstjórnarinnar, deildanna og hinna ýmsu nefnda. Um allan ytri búnað var skýrslan vel úr garði gerð og gefur gott yfir- lit um hin margþættu störf, sem innt voru af liöndum innan félagsins á starfsárinu . Skiptist skýrslan í tvo meigin- kafla, annarvegar: aðalstjórn og nefndir og liinsvegar: störf deilda. Báðir greinast svo. kaflarnir í marga flokka. Fyrri kaflinn, aðalstjórn og nefnd- ir, m. a. í starfsskiptingu, deifing starfsins almennt, fjármál, erlend samskipti, viðurkenningarkerfið og um 50 ára afinælið og undirhúning þess. Þá er og í þessum kafla skýrt frá störfum, íþróttahúsnefndar, valla- og ræktunarnefndar, húsnefndar og ennfremur frá fræðslu- og skemmti- starfsemi, en þar undir heyrir, tafl- halda og skemmtana, ferðalaga og loks þátttöku í mótum. Alls sendi Valur fram 10 lið til keppni í 30 mótum, og á árinu léku 190 leikmenn á vegum Vals. Alls voru skoruð 230 mörk gegn 177. Valur átti einn leik- mann í landsliðinu, Árna Njálsson, enn fremur nokkra í úrvalsliðum. Aðalþjálfari yngstu flokkanna var Murdo Mac Dougall. Haukur Gísla- son þjálfaði III. fl. svo sem verið hefir undanfarin ár, en Geir Guð- mundsson II. fl. Með meistara- og I. fl. var Karl Guðmundsson, meðan æft var innanlmss, en Hermann Her- mannsson, eftir að útiæfingar hófust. Af flokkum félagsins stóð 5. fl. A sig lang bezt, varð sigurvegari hæði í Reykjavíkur- og Islandsmóti og annar í Haustmótinu. Þá sigraði 4. fl. einnig í Islandsmótinu og 2. fl. B í miðsumarsmótinu. Á árinu var mikil og árangursrík rækt lögð við knatt- þrautir KSl. Átta piltar unnu til gull- merkis sambandsins, 15 lilutu silfur- merkið og 28 bronzmerkið, eða sam- tals 51 drengur. Þá náði Ragnar Ragnarsson næst beztum árangri í knattþrautum á unglingadegi KSl. Ragnar er í 3. fl. Fyrstu gulldrengir Vals voru sæmdir bikurum, en þeir eru: Pétur Sveinbjörnsson og Sigurð- Ilinn signrsæli 5. flokkur. Standandi frá liægri: Muriio ]»jálfari, Siguróur Haraldsson, Pctur Karlsson, Alexander Jóhannesson, Guðmundur Jóusson, Knútur Siguarsson, Orn Aðalsteinss., Valdimar Olsen. Fremri röð: Jóhannes M. Edvaldss., Birgir Halldórss., Samúel Erlingsson, Hjalti Guðmundss., fyrirliði, Bjarni Bjarnas., Á myndina vantar Hreiðar Jónsson.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.