Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 9

Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 9
VALSBLAÐIÐ 5 Þessi mynd er frá heimsókn Vestinannaeyinga til Vals og er af leikmönnuin 3. fl. og þjálfurum þeirra. lllllll..................... em og frekari breytingar á því, með- limunum til ltagræðis. Kennara- skóli Islands hafði lieimilið á leigu svo sem áður, til æfingakennslu kennaraefna. Tafl- og spilanefnd starfaði og hélt uppi bridgc-keppni og taflkeppni. Auk þess, sem félagarnir komu santan og spiluðu félagsvist við og við. Ritnefnd Valsblaðsins sá unt út- kontu þess, sem var með svipuðu móti og undanfarið. Á árinu lézt forinaður nefndarinnar, Olafur Sigurðsson, var það félaginu óbætanlegur skaði. Jólatrésfagnaður var á vegum fé- lagsins svo sem áður. Var hann vel sóttur af yngri flokkunum og börn- um félagsmanna. Sigfús Halldórsson tónskáld og Valsfélagi aðstoðaði mjög vel við fagnaðinn og átti sinn góða þátt í því fjöri og þeim ánægjulega blæ sem ríkti á jólafagnaðinum. Af þessum lauslega útdrætti úr ársskýrsl- unni rná það ljóst vera, að víða liefir verið við komið og að mörgu hugað á starfsárinu. Áður en gengið var til dagskrár aðalfundarins, var andlát Ólafs Sig- urðssonar formanns fulltrúaráðs Vals minnst. En liann andaðist 27. 8. s.l. Formaður félagsins, Sveinn Zoega flutti minningarræðuna, og gat þar hins margþætta starfs Ólafs fyrir Val. Að ræðu formanns lokinni risu fundarmenn úr sætuin í þakklætis og virðingarskyni við hinn fallna for- ystumann. Á öðrum stað í blaðinu er ítarleg minningargrein um Ólaf og vísast til hennar. Að því búnu var gengið til dags- skrár. Skýrslunni hafði þegar í fund- arbyrjun verið útbýtt meðal félags- rnanna, en formaðurinn fylgdi henni úr hlaði með nokkrum orðum. Þá voru reikningar félagsins og fyrir- tækja þess fluttir og skýrðir. Baldur Steingrímsson, lagði fram reikninga félagsins, Sigurður Ólafsson fyrir íþróttalnissnefnd, gat liann jafnframt um rekstur íþróttahússins. Jón Þór- arinsson liúsnefndareikningana og Einar Björnsson reikninga Valsblaðs- ins. Allir liöfðu reikningar þessir verið endurskoðaðir af endurskoð- endum félagsins og ekkert fundist athugavert. Að því búnu liófust umræður urn skýrsluna og reikningana. Tóku margir til máls. Mjög voru fjármál deildanna og félagsins í lieild ofar- lega á baugi við umræðurnar og leið- ir ræddar og samþykktir gerðar þar að lútandi. Að umræðum loknum voru reikningarnir allir samþykktir í einu liljóði. Þá lagði formaðurinn fram tillögur að viðurkenningarkerfi félagsins, en nefnd, sem á sínum tíma var skipuð þeim, Sveini Zoega, Gunnari Vagns- syni og Ölafi Sigurðssyni hafði undir- búið málið. Stjórni bafði einnig f jall- Framh. á bls. 7 Ragnar Lárusson varaform. K. S. í. afhendir iinguin Valsmönnuni liæfnis- merki samhandsins. Myndin er tekin á Laugardalsvellinuin.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.