Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 19

Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 19
VALSBLAÐIÐ 15 Viðtal við Þórð Þorkelsson hirin nýkjörna formann handknattleiksdeildarinnar Einu sinn þegar veriS var að rœ&a um handknattleikinn í Val hér í blað- inu, var sagt, að það sem stœði hon- um lielzt fyrir þrifum, vœri hvað „þeir eldri“ hlypust stundum skyndi- lega á brott, áður en þeir hefðu kennt „þeim yngri“ listina. Og þetta átti kannski ekkert frekar við handknattleikinn en knattspyrn- una og allar íþróltir yfirleitt. Og menn sögðu hver við annan: Hvað verður um mennina? „Já livað?“ spurðu menn og sumir urðu voðalega rciðir. Sumir menn verða alltaj voðalega reiðir. Og svarið. Jú, það er venjulega þetta: Ei\nn daginn eru menn komnir rneð konu sér við hlið, uppá lífstíð og þái er farið að byggja. Og það getur víst tekið mörg ár að byggja og þegar menn eru búnir að byggja, gerast þeir þreyttir og síðan gamlir og hvað þýðir þá að fara að standa í öðru eins og þessu. Þetta er allt saman sjálfsagt. En sumir byggja og aðrir kaupa og nokkrir gefa sjálfum sér tíma til eins og annars, og það er eins og þeir haldi sér betur. En er þetla rétt? Er það rétt, að þeir eldri hverfi svo gjörsamlega og sporlaust, að öll uppbygging fari for- görðum? Nei, ég held ekki. Nei, þeir eldri hverfa ekki, þeir eru flestir á sínum stað byggja hús fyrir félagið og þjálfa flokka, cða starfa að enn öðrum þáttum félags- málanna, en þcir yngri gefa sér ekki tíma, enda þótt þeir byggi ekkert. hvorki fyrir sjálfa sig né aðra. Einn daginn er komið liaust og þegar liaustið er komið, er kominn tími til að skrifa nokkur orð í Vals- blaðið. Og Frímann segir einn daginn: Talaður við liann Dodda og vittu hvað hann segir. Og Einar segir einn daginn: Já lalaðu við þá í handboltanum, þeir liafa svo margt að segja. Og einn daginn talaði ég við þá í handboltanum. Það er raunar að kvöldi til og við sitjum úti í íþrótta- húsi, ég og Þórður Þorkelsson. „Þú ert kominn í þetta aftur Þórð- ur?“. „Já, ég er kominn í þetta aftur. Það er eitthvað verið að plata mann í þetta. Maður á ekki að gera þetta, neina maður liafi nógan tíma. Hafi rnaður nógan tíma er gaman að vera í þessu“. „Og hvað er nú lielzt að frétta lijá ykkur?“ „Það er nú sitt af liverju. Annars er þetta rétt ný byrjað lijá okkur, æfingar alveg nýhafnar. Stjórnin, sem fór frá var bxiin að útvega þjálfara fyrir flesta flokkana, standa í bréfa- skriftum vegna væntanlegrar heiin- sóknar erlendis frá og fleira. Við er- um með átta æfingartíma á viku. Þrjá á þriðjudögum, tvo á miðviku- dögum og þrjá á föstudögum. Auk þess þolþjálfun hjá Benedikt Jakobs- svni á fimmtudögum. Æfingarsókn er svona upp og ofan en ég vona að þetta jafni sig þegar að fram í sækir. Ejóröi flokkur er nú í fyrsta sinn æfður og við eigum í nokkrum byrj- unar örðugleikum með hann. Svo auk þessa eru ákveðnir fundir sameigin- legir hjá deildinni annanhvern föstu- dag“. „Hvað um flokkana svona yfir- leitt?“. „Þú átt við frammistöðuna? Það er nú lítið komið til ennþá. Þriðji

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.