Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 20

Valsblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 20
16 VALSBLAÐIÐ flokkur karla virðist vera mjög efni- legur og sama er að segja um Meist- araflokk kvenna. Annars er nú lítið hægt um þetta að segja enn sem kom- ið er“. „Hvað um afmælisárið? Eitthvað í sambandi við það?“ „Já, það er nú sitt af hverju. Fyrst er nú að nefna erlenda heimsókn. Það stóð til að lið kæmi frá Dan- mörku, en af því getur ekki orðið Við höllum okkur ekki að því að taka boði nema það sé gagnkvæmt. Þ e.a.s. að við förum á þeirra vegum utan. Hins vegar er nú á dagskrá sænskt lið og vænti ég að af þeirri heimsókn geti orðið“. „Og þá stendur sjálfsagt eitthvað til?“ „J á, svona eitt og annað. Mót senni- lega og sitt hvað annað. Annars er þetta allt í atliugun, enn sem komið er“. „Og eitthvað fleira í sambandi við afmælið?“ „Já, það stendur fyrst og fremst til að halda mót. Við höfum sérlega góða aðstöðu hér, þar sem þetta hús er, og við höfum sterkan hug á að not- færa okkur það, í sambandi við af- mælismótið. En þetta er ekki komið það langt að það sé hægt að segja mikið um það enn“. „Og fleira?“ „Já, það er margt í athugun. Við höfum hug á meiru, en að halda í horfinu. Heimsóknir og ferðalög inn- anlands og margt fleira skal haft í huga, en allt er þetta á byrjunar- stigi“. „Hverjir þjálfa flokka í vetur?“ „Valgeir Ársælsson þjálfar meist- araflokk, 1. og 2. fl. karla. Sigurhans Hjartarso-n er með 3. fl. og Hermann Guðnason er með 4. fl. Finnbogi Jónsson með meistaraflokk kvenna, en Sveinn Kristjánsson með 2. fl. Þetta eru allt gamlir og góðir félagar, sem sumir hverjir hafa verið lítið í starfinu undanfarið, en eru nú komnir aftur og er gleðilegt til þess að vita. Það er einmitt eitt af því sem koma skal ef . . . . J. O. 0. cjur: AGNAR BREIÐFJÖRÐ Árið 1929 kynntist ég fyrst Val og Valsmönnum. Það var i Knattspyrnu- móti Islands, en þá sendu Akureyr- ingar í fyrsta sinni lið til keppni í mótinu. Var ég í flokki með þeim. Norðanmenn léku fyrst við Víking og síðan við Val og biðu ósigur í þeim viðureignum. Var þátttöku þeirra með því lokið í mótinu, að sinni. Meðal þess, sem mér er minnis- stætt úr þessari keppnisför, er einn af leikmönnum Vals, sem mér fannst bera af öðrum í hraða og leikni. Það var vinstri útherjinn, Agnar Breið- fjörð. Síðar, er ég svo gerðist félagi í Vel, kvnntist ég Agnari betur og sannreyndi þá, að Agnar var ekki að- eins vel búinn að íþróttum, er til knattspyrnunnar tók, heldur var hann og hinn ágætasti félagi og vin- ur. Drengskaparmaður í hvívetna. Þetta atriði, um fyrstu viðkynning- una á knattspyrnuvellinum, rifjuð- ust upp fyrir mér enn einu sinni, er ég í tilefni af fimmtíu ára afmæli hans, liinn 14. október s. 1. var gestur lians og konu lians, Ólafíu Bogadóttur, á hinu vistlega heimili þeirra, ásamt fleiri Valsmönnum og öðrum góðum gestum. Gestrisni og hjartahlýja sat þar í öndvegi. Agnar Breiðfjörð er Reykvíkingur og liefir alið allan sinn aldur í fæð- ingarbæ sínum. Ungur að aldri hóf hann þátttöku í íþróttastarfinu. Hann lagði mikla rækt við fimleika, enda mjög snjall á því sviði, en einkum heillaðist hann þó að knattspym- unni, enda er stundir liðu fram, einn af ágætustu leikmönnum síns tíma. Kom fimleikakunnáttan honum þar í góðar þarfir. Þá var Agnari flestum ljósar gildi samleiksins, og óeigin- girni hans í leik var viðbrugðið. Hann var fyrst og fremst liðsmaðurinn. Hluti af heild. Hlekkur í keðju, sem var sér þess meðvitandi að keðjan var ekki sterkari en veikasti hlekk- urinn. Þess vegna lagði liann sig allan fram og undirbjó sig jafnan eins vel undir átökin liverju sinni sem kostur var á, og ætlaðist til þess sama af öðmm. Hinir aðrir félagar lians í meistara- flokki Vals um þessar mundir skyldu og þetta, enda var það sá flokkurinn, sem færði Val sigurinn í Is- landsmótinu 1930. En þá varð Valur Islandsmeistari í knattspymu í fyrsta sinn. Agnar á sæti í fulltrúaráði Vals. Lætur hann sig jafnan málefni félags- ins miklu varða og er ætíð reiðu- bx'xinn til að vinna að liag þess og gengi. Heill þér fimmtugum góði félagi. E. B. -------ooOoo--------- Fuglinn söng — miöherjinn stanzaöi! Frá því segir að á leik einum í Svíþjóð hafði miðherji annars liðsins verið kominn inn fyrir alla og leikstaðan verið 0:0 og aðeins fáar mínútur eftir, og hinn ham- ingjusami miðherji átti ekki annað eftir en að skora sigurmarkið. En þá bregður svo við að hann stanzar allt í einu og tekur knöttinn með höndun- um. Þóttist hann greinilega hafa lieyrt dóm- arann blístra til leikstöðvunar. Miðfram- herjinn varð þvi ekki lítið undrandi þegar dómarinn blístraði og dæmdi hendi á liann! Lítill fugl hafði setið á grein hak við niarkið og söng og „trillaði“ sem ákafast, og mun liafa líkst blístru dómarans. Þetta vra skýringin á háttalagi leikmannsins!

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.